Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Sjóðurinn í hnotskurn

Lífeyrissjóður verzlunarmanna var stofnaður árið 1956 og er stærsti opni lífeyrissjóðurinn. Kynntu þér kosti sjóðsins

Árið 2023 í hnotskurn

Fólk Á Vinnumarkaði

Fjöldi sjóðfélaga

186

þúsund

10,5 þúsund launagreiðendur

Ævilína

Lífeyrisiðgjöld

47,4

milljarðar

Sameign 44,3 milljarðar

Séreign 3,1 milljarðar

Örorkulífeyri

Lífeyrisgreiðslur

34,5

milljarðar

til 25 þúsund sjóðfélaga

Starfsfólk

Starfsmenn & stjórn

59

starfsmenn

8 stjórnarmenn

Fjölmiðlar

Samskipti

26.292

símtöl

Heimsóknir 4.752

- á Mínar síður 125.361

- á live.is 234.982

Fyrstu Kaup

Lán

25,7

milljarðar

1.055 ný lán

24,3 milljónir að meðaltali

Séreignarsparnaður

Eignasöfn

1.287

milljarðar

Sameign 1.256 milljarðar

Séreign 31 milljarðar

Afkoma 103 milljarðar

Eignasöfn

Yfir

23.000

eignir

í 51 landi

Ávöxtun

Sameignardeild

0,5%

raunávöxtun

5 ára árleg raunávöxtun 4,8%

10 ára árleg raunávöxtun 4,8% 

Náttúra Og Umhverfi

Eignasamsetning sameignardeildar

35,3%

erlend hlutabréf

Veðskuldabréf og fasteignatengd verðbréf 19,4%

Innlend hlutabréf 15,5%

Ríkisskuldabréf 12,4%

Erlend skuldabréf 10,3%

Innlent laust fé 0,7%

Tilgreind Séreign

Dreifing eigna sameignardeildar

55%

Ísland

Evrópa án Íslands 9%

Norður Ameríka 31%

Aðrir heimshlutar 5%

Ævilangur Lífeyri

Nafnávöxtun séreignar

8,6%

Verðbréfaleið

Ævileið I 7,2%

Ævileið II 6,0%

Ævileið III 6,0%

Stóra myndin

LIV Arsskyrsla Utskyringarmynd 1920X1080px 21223 (1)
LIV Arsskyrsla Utskyringarmynd 1920X1080px 21223 (1)

Starfsstöð Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er í Reykjavík en þjónustan aðgengileg víðar í gegnum öfluga stafræna þjónustu og þjónustuver. Sjóðurinn móttekur iðgjöld, veitir upplýsingar og ráðgjöf, ávaxtar eignir og greiðir lífeyri.

Starfsemin varðar afkomuöryggi sjóðfélaga og fjölskyldu hans. Réttindi í lífeyrissjóði eru hluti af ráðningarkjörum starfsfólks. Framlag launagreiðenda til lágmarksframlags er 11,5% en launafólks 4% og til viðbótar er framlag launagreiðenda í séreign allt að 2% á móti allt að 4% framlagi launafólks.

Frá iðgjaldi að lífeyri

Iðgjaldið er ávaxtað á fjármálamörkuðum. Þar fá fyrirtæki fjármögnun til að vaxa og dafna og ráða til sín starfsfólk. Starfsfólk getur þá nýtt launin sín til að afla sér og fjölskyldu sinni matar, húsnæðis og annars sem daglegt líf kallar á. Þau umsvif skapa ríkinu tekjur með sköttum sem fjármagna velferðarkerfið og innviðauppbyggingu samfélagsins. Aðrar fjárfestingar eru oft á tíðum skuldabréf ríkis og sveitafélaga sem fá þannig fé til fjárfestinga.

Iðgjaldið vex með ávöxtun til lengri tíma og er greitt út í ævilöngum lífeyri. Ævilangur lífeyrir þýðir að sjóðfélaginn þarf aldrei að óttast að tæma sparnaðinn þó hann lifi langa ævi.

Áfallavernd

Við fráfall fer hluti réttinda sjóðfélagans til maka hans og barna. Þau fá greiddan lífeyri og mest rennur til þeirra sem eiga ung börn. Makalífeyrir er greiddur í að lágmarki fimm ár og einnig þar til yngsta barn verður 23 ára, auk barnalífeyris til 20 ára aldurs yngsta barns. Sjóðfélagi sem missir heilsuna, og getur ekki unnið fyrir sér og sínum vegna sjúkdóms eða slyss og missir tekjur vegna þess, hefur rétt til örorkulífeyris að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Greiðslur eru háðar því sem greitt hefur verið til sjóðsins, hversu mikið starfsorka er skert og síðast en ekki síst hvort viðkomandi hefur öðlast rétt til framreiknings en þá reiknast örorkulífeyrir eins og sjóðfélagi hafi greitt af sömu launum til 65 ára aldurs. Eftir það tekur við hefðbundinn ævilangur lífeyrir.

Sjóðfélagalán

Sjóðfélagar geta fengið lán til fasteignakaupa hjá sjóðnum. Þegar sjóðurinn lánar út fjármuni sem greiddir hafa verið til sjóðsins, til að standa undir eftirlaunum sjóðfélaga, eru vaxtakjörin miðuð við sambærilega fjárfestingarkosti.

Ævilangur lífeyrir

Ævilangur lífeyrir er hluti launatekna eftir starfslok. Þeim sem vilja auka sparnað sinn býðst góður kostur í valfrjálsum séreignarsparnaði. Sá sem sparar að minnsta kosti 2% launa í séreign fær 2% mótframlag frá launagreiðanda. Þannig tvöfaldast sparnaðurinn um leið og hann hefst. Sparnaðurinn nýtur einnig ákveðins skattahagræðis og má jafnframt nýta til að greiða niður fasteignalán með enn meira skattalegu hagræði og vegna kaupa á fyrstu íbúð.

Til fyrirmyndar

LV hefur áhrif sem stór fjárfestir og sendir þeim skýr skilaboð sem stjórna fyrirtækjum sem fjárfest er í um að sjóðurinn ætlist til góðra stjórnarhátta og góðra áhrifa á félagslega og umhverfislega þætti. Sjóðurinn beitir sér í samtölum við stjórnendur fyrirtækja og ráðstafar atkvæðum sínum á hluthafafundum með gagnsæjum hætti. Sjóðurinn vill vera fyrirmynd og leiðandi í góðum stjórnarháttum sem hafa góð áhrif á samfélagið til framtíðar.

Óefnislegar Eignir

Ársskýrsluvefur sjóðsins

Kynntu þér 5 ára lykiltölur sjóðsins á ársskýrsluvefnum.

5 ára lykiltölur