Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Endurfjármögnun

Kannaðu möguleikana til að endurfjármagna eða taka viðbótarlán.

Hvernig stendur þitt lán?

Það er mikilvægt að vera ávallt vakandi fyrir hagstæðustu kostum sem í boði eru. Hægt er að nýta sér endurfjármögnun til þess að lækka greiðslubyrði eða hraða eignamyndun

Hjá okkur getur þú endurfjármagnað fyrir allt að 70% af fasteignamati.

Hér er hægt að skoða kosti verðtryggðra lána og óverðtryggðra lána. Þú getur skoðað möguleika þína betur í lánareiknivél okkar.

Endurfjármögnun á láni hjá sjóðnum

Hægt er að óska eftir endurfjármögnun á lánum sem eru nú þegar hjá sjóðnum án greiðslumats að uppfylltum vissum skilyrðum:

  • Upphæð lánsins verður sama og upphæð þess sem greitt er upp að viðbættum kostnaði. 
  • Greiðslubyrði getur ekki orðið hærri en á því láni sem greitt er upp.
  • Lánstími verður sá sami.
  • Veðréttur heldur sér.

Þetta á aðeins við lán sem tekin voru hjá sjóðnum, en ekki vegna lána hjá öðrum lánastofnunum. Ef lántaki er með fleiri en eitt lán og vill nýta sér þetta, þá er hvert lán fyrir sig endurfjármagnað sérstaklega.

Bóka tíma hjá ráðgjafa

Umsóknir vegna lána

Hér má finna allar helstu umsóknir og beiðnir sem varða lántakendur. 

Veldu umsókn

Error
Umsókn