Útgreiðsla séreignarsparnaðar - Tímabundin heimild

Lögfest hefur verið tímabundin heimild til úttektar á séreignarsparnaði sem hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi heimsfaraldurs COVID-19

Sérstakar reglur gilda um þessa úttektarheimild:

 • Sótt er um rafrænt á sjóðfélagavefnum. Hægt er að sækja um frá og með 1. apríl 2020 til 31.desember 2020. 
 • Sækja þarf um fyrir 20. þess mánaðar sem útgreiðslur hefjast. Ef þú sækir um seinna frestast útgreiðslur um mánuð, til mánaðamóta þar á eftir.
 • Heimilt er að taka út samtals allt að 12 milljónir óháð því hvort heildarfjárhæðin sé í vörslu hjá einum eða fleiri vörsluaðilum. Taka má út allt að 800 þúsund á mánuði.
 • Úttektarheimildin nær yfir 15 mánaða tímabil. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef séreignarsparnaðurinn nemur innan við 12 milljónum.
 • Heimildin nær ekki til úttektar á tilgreindri séreign.
 • Frá greiðslu er dregin staðgreiðsla samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.
 •  Skuldheimtumönnum (kröfuhöfum) er óheimilt að krefjast þess að skuldarar taki út séreignarsparnað sinn samkvæmt þessari heimild.

Skatturinn hefur eftirlit með útgreiðslum séreignarsparnaðar samkvæmt þessu úrræði.

Tímabundin úttekt séreignarsparnaðar hefur ekki áhrif á:

 • bætur almannatrygginga
 • greiðslu húsnæðisbóta
 • greiðslu barnabóta eða vaxtabóta
 • greiðslu atvinnuleysisbóta
 • greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna