Heimild til að taka út séreign framlengd

Alþingi hefur ákveðið að framlengja sérstaka heimild vegna COVID-19 heimsfaraldursins til að taka út séreignarlífeyrissparnað og gildir heimildin til ársloka 2021. Lögin kveða á um að heildarúttekt megi nema samanlagt allt að 12 milljónum króna.

Nánari upplýsingar:

  • Hámarksúttekt er 12 milljónir króna.
  • Miða skal við inneign 1. apríl 2021 og er umsóknarfrestur til og með 31. desember 2021
  • Úttekt á séreign skal dreifast á 15 jafnar mánaðarlegar greiðslur.
  • Hámarksgreiðsla á mánuði er 800.000.- kr.
  • Tekjuskattur er tekinn af greiðslum úr séreignarsjóði.
  • Umsóknir sem berast fyrir 20. dag mánaðar greiðast út um næstu mánaðamót.
  • Heimildin nær ekki til tilgreindrar séreignar.

 Sækja um útgreiðslu hér