Séreign

Verðir þú að hætta störfum fyrir 60 ára aldur vegna varanlegrar örorku af völdum slyss eða veikinda áttu rétt á að fá inneign þína í séreignardeild greidda út á minnst 7 árum. Inneign í séreignarsjóði er laus til útgreiðslu eftir að 60 ára aldri er náð.

Hvernig tek ég séreignina mína út?

Hægt er að sækja um útgreiðslu lífeyris með umsókn um útgreiðslu séreignar.

Greitt er úr séreignardeild síðasta virka dag hvers mánaðar. Umsókn þarf að berast sjóðnum fyrir 20. dag útgreiðslumánaðar.

Lífeyrisreiknivélina getur þú notað til að finna út endurgreiðslur úr séreignarsjóði með þínum forsendum.

Greiði ég skatt af greiðslum úr séreignarsjóðnum?

Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru skattlagðar eins og aðrar tekjur en lífeyrisþegar geta nýtt persónuafslátt sinn til þess að lækka skattana.  Greiðslur úr séreignarsjóði lúta sömu lögum.

Sjá nánar um tekjuskatt.