Séreign

Ef þú átt inneign í séreignardeild og fellur frá, greiðist inneignin þín til erfingja og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga um lögerfðir. Vegna skattfrestunarákvæða iðgjaldagreiðslna þá er reiknaður tekjuskattur við útborgun séreignarsparnaðar en ekki erfðafjárskattur.

Gögn sem fylgja þurfa umsókn vegna andláts eru;

  1. Vottorð frá sýslumanni sem heitir Yfirlit um framvindu skipta
    Þar kemur fram hverjir eru lögerfingjar.
  2. Upplýsingar um bankareikningsnúmer lögerfingja

Börn eða maki geta afsalað sínum hluta og er þá útbúin sérstök yfirlýsing þess efnis á skrifstofu sjóðsins sem aðilar þurfa að undirrita.

 

Greiði ég skatt af greiðslum úr séreignarsjóðnum?

Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru skattlagðar eins og aðrar tekjur en hægt er að nýta persónuafslátt til þess að lækka skatta. Greiðslur úr séreignarsjóði lúta sömu lögum.

Sjá nánar um tekjuskatt.