Séreign
Séreignarlífeyrir er laus til útgreiðslu við 60 ára aldur sjóðfélaga. Falli sjóðfélagi frá gengur séreignin að fullu til erfingja eftir reglum erfðalaga um lögerfðir. Útgreiðsla lífeyris er alltaf skattskyld eins og aðrar tekjur.
Við 60 ára aldur er séreignarlífeyrir laus til útgreiðslu. Sjóðfélaginn ræður hvernig séreignin er greidd út. Í aðalatriðum er um tvær leiðir að velja:
- Þegar sjóðfélagi er orðinn 60 ára getur hann tekið inneign sína á séreignarreikningi út í einu lagi eða dreift henni í þann tíma sem hann óskar, t.d. mánaðarlega í tiltekinn árafjölda.
- Inneign hans á séreignarreikningi verði greidd sem lífrenta (annuity) mánaðarlega til æviloka. Velji sjóðfélagi þessa endurgreiðsluleið fellur niður séreignarréttur hans til inneignarinnar, sem fellur þá ekki til erfingja við andlát. Stjórn sjóðsins ákveður við upphaf hvers almanaksárs kjör þau sem gilda skulu um lífrentu á því ári.
Hvernig tek ég séreignina mína út?
Hægt er að sækja um útgreiðslu lífeyris með umsókn um útgreiðslu séreignar.
Greitt er úr séreignardeild síðasta virka dag hvers mánaðar. Umsókn þarf að berast sjóðnum fyrir 20. dag útgreiðslumánaðar.
Lífeyrisreiknivélina getur þú notað til að finna út endurgreiðslur úr séreignarsjóði með þínum forsendum.
Greiði ég skatt af greiðslum úr séreignarsjóðnum?
Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru skattlagðar eins og aðrar tekjur en lífeyrisþegar geta nýtt persónuafslátt sinn til þess að lækka skattana. Greiðslur úr séreignarsjóði lúta sömu lögum.
Dæmi um greiðslur úr séreignardeildinni
Miðað er við að greitt sé af 500.000 kr. mánaðarlaunum og 4% raunávöxtun.
Framlag launþega 4% - framlag launagreiðanda 2%
Tími | Mánaðarlegur lífeyrir í 7 ár |
Mánaðarlegur lífeyrir í 10 ár |
---|---|---|
10 ár | 52.896 | 39.143 |
20 ár | 138.309 | 102.348 |
30 ár | 264.741 | 195.908 |
40 ár | 451.891 | 334.399 |
Framlag launþega 2% - framlag launagreiðanda 2%
Tími | Mánaðarlegur lífeyrir í 7 ár |
Mánaðarlegur lífeyrir í 10 ár |
---|---|---|
10 ár | 35.264 | 26.095 |
20 ár | 92.206 | 68.232 |
30 ár | 176.494 | 130.605 |
40 ár | 301.261 | 222.933 |