Mótframlag hækkar

Ráðstöfun hækkunarinnar

Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði hækkar í áföngum. Sjóðfélagi velur hvort hækkun mótframlagsins fer að hluta eða að öllu leyti í tilgreinda séreign eða samtryggingu.

Ef ekkert er valið fer öll hækkunin í samtryggingu.

Samtrygging

 • Ævilangur lífeyrir
 • Veitir rétt til örorkulífeyris
 • Veitir rétt til maka- og barnalífeyris
 • Almennur lífeyrisaldur er 67 ára
 • Hægt að flýta eða seinka lífeyristöku

Tilgreind séreign

 • Einkaeign sjóðfélaga
 • Erfist
 • Hægt að hefja úttekt 62 ára
 • Ekki ævilangar greiðslur
 • Veitir ekki rétt til örorku, maka- eða barnalífeyris
 • Til útgreiðslu við örorku eins og viðbótarlífeyrissparnaður
 • Ekki heimilt að ráðstafa inná lán

Í samkomulagi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 um hækkun mótframlags launagreiðenda úr 8% í 11,5% er jafnframt kveðið á um að hver og einn sjóðfélagi geti valið um hvort hækkunin verði sett í samtryggingarsjóð, eins og iðgjaldið hefur gert, eða í séreignarsjóð. Kjósi sjóðfélaginn að setja hækkunina í séreign fer hún í nýja gerð séreignar, sem kallast „tilgreind séreign,“ til aðgreiningar frá hinum frjálsa séreignarsparnaði sem hefur verið í boði.

Í samkomulaginu er kveðið á um að atvinnurekendur skuli undir öllum kringumstæðum skila bæði sínu framlagi (10%) og framlagi launamanns (4%) til skyldutryggingarlífeyrissjóðs viðkomandi launamanns. Réttur launamanns til að ráðstafa hluta eða allri hækkuninni í tilgreinda séreign er gagnvart viðkomandi lífeyrissjóði og er atvinnurekanda óviðkomandi.

Sjóðfélagi getur hvenær sem er ákveðið að breyta ráðstöfun hækkunar mótframlags atvinnurekanda, úr samtryggingu í tilgreinda séreign að öllu leyti eða að hluta, eða úr tilgreindri séreign í samtryggingu. Breytingin tekur þá gild frá þeim tíma, en er ekki afturvirk.

Í lögum, reglugerð og með vísan til dreifibréfs Fjármálaeftirlitsins dagsettu 7. júlí 2017, er gert ráð fyrir því að sjóðfélagi geti einnig ráðstafað iðgjaldi sem hann velur að renni í „tilgreinda séreign“ til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar. Sjá nánar.

 • Nánar um tilgreinda séreign og samtryggingu.
 • Hér getur þú ráðstafað hækkun mótframlags rafrænt.
 • Hér getur þú ráðstafað hækkun mótframlags skriflega.
 • Hér getur þú óskað eftir að flytja iðgjald vegna tilgreindrar séreignar til annars vörsluaðila.
 • Þú getur valið mismunandi fjárfestingarleiðir,  hér  eru nánari upplýsingar. 


Skipting á hækkun mótframlags
milli samtryggingar og tilgreindrar séreignar

1. júlí 2017 er hækkun mótframlags 2% - 1. júlí 2018 verður hækkunin alls 3,5%

ára
kr.

Samtrygging

Getur hafist á aldrinum 65 til 70 ára
ára

Tilgreind séreign

ára
ár