Ráðstöfun iðgjalds til annars vörsluaðila

Upplýsingar um ráðstöfun iðgjalds til annars vörsluaðila, með vísan til ákvæða laga, reglugerða og dreifibréfs FME frá 7. júlí 2017

Samkomulag SA og ASÍ

Í samkomulagi milli ASÍ og SA, dags. 15. júní 2016 um framkvæmd á hækkun framlags atvinnurekanda í lífeyrissjóð á grundvelli kjarasamnings aðila frá 21. janúar 2016 er fjallað um útfærslu á hækkun mótframlags atvinnurekanda í lífeyrissjóð um 3,5 prósentustig, úr 8% í 11,5%. Þar kemur fram:

„Samningsaðilar eru sammála um að atvinnurekendur skuli undir öllum kringumstæðum skila bæði sínu framlagi og framlagi launamanns til skyldutryggingarlífeyrissjóðs viðkomandi launamanns á grundvelli gildandi kjarasamninga ASÍ og SA frá 1969 og 1995, með síðari breytingum. Réttur launamanns til þess að ráðstafa hluta eða allri hækkuninni í bundna séreign er því gagnvart viðkomandi lífeyrissjóði og er atvinnurekanda óviðkomandi.“

Upplýsingar um ráðstöfun iðgjalds til annars vörsluaðila, með vísan til ákvæða laga, reglugerða og dreifibréfs FME frá 7. júlí 2017

Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 391/1998 getur sjóðfélagi ákveðið að ráðstafa til þeirra  aðila sem tilgreindir eru í 8. gr. reglugerðarinnar (vörsluaðilar lífeyrissparnaðar) þeim hluta iðgjalds sem renna skal til tilgreindrar séreignar samkvæmt samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Sjóðfélaga er heimilt að óska eftir því við Lífeyrissjóð verzlunarmanna að iðgjald vegna tilgreindrar séreignar renni til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar eins og þeir eru skilgreindir í 3. mgr. 8. gr. laga nr. 129/1997, með síðari breytingum. Í samræmi við ákvæði laganna skal greiðsla iðgjalds til þess vörsluaðila sem sjóðfélagi velur vera án endurgjalds.

Velji sjóðfélagi að ráðstafa séreignarhluta iðgjalds vegna lágmarkstryggingarverndar til annars lífeyrissjóðs eða annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar en Lífeyrissjóðs verzlunarmanna skulu um útborgun séreignarinnar gilda sömu reglur og gilda fyrir tilgreinda séreign samkvæmt 20. gr. samþykkta Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sbr. 2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 391/1998.

Tilkynni sjóðfélagi ekki launagreiðanda eða Lífeyrissjóði verzlunarmanna með hæfilegum fyrirvara hvert iðgjald það sem hann getur ráðstafað skuli renna skal það greiðslufært samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðsins, sbr. 5. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 391/1997.

Tilkynning til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um ráðstöfun iðgjalds vegna tilgreindrar séreignar til annars vörsluaðila:

Til nánari upplýsinga er vísað til: