Fasteignakaup

Alþingi hefur veitt tímabundnar heimildir til að nýta séreignarsparnað við íbúðarkaup. Í þeim tilvikum er séreignin undanþegin skatti.

Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán

Þeir sem greiða í séreignarsjóð til sjóðsins geta nýtt inngreiðslur skattfrjálst, á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2021 til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Þeir sem ekki búa í eigin húsnæði geta notað séreignarsparnaðinn skattfrjálst, fyrir sama tímabil og að ofan greinir til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þessi heimild gildir til 30. júní 2021.

Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð

Með lögunum er sett á fót húsnæðissparnaðarúrræði sem tók gildi 1. júlí 2017, fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Þeir sem þegar hafa hafið söfnun á séreignarsparnaði, til öflunar íbúðarhúsnæðis er heimilt að nýta uppsafnaðan séreignarsparnað frá júlí 2014, til fyrstu íbúðarkaupa.