Fasteignakaup

Þú getur nýtt séreignarsparnaðinn þinn við íbúðarkaup. Í þeim tilvikum er séreignin undanþegin skatti.

 Það eru þrjár leiðir í boði

Ráðstöfun séreignar inn á höfuðstól

Heimild er til að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól láns fyrir greidd iðgjöld vegna launa á tímabili 1. júlí 2014, framlengt til 30. júní 2023.

Á ég rétt á þessu úrræði?

 • Þú þarft að eiga íbúðarhúsnæði
 • Þú þarft að hafa gert samning við vörsluaðila séreignarsparnaðar

Tímabil og hámörk

 • Úrræðið tekur til launatímabilsins frá 1.júlí 2014 og hefur verið framlengt til 30. júní 2023.
 • Einstaklingur getur ráðstafað að hámarki 500.000 kr. á ári. Þar af er hámark af eigin framlagi 333.000 kr. og hámark af framlagi launagreiðanda 167.000 kr.  
 • Hjón/sambúðarfólk getur ráðstafað að hámarki 750.000 kr. á ári. Þar af er hámark af eigin framlagi 500.000 kr. og hámark af framlagi launagreiðanda 250.000kr.  

Sótt er um úrræðið á vef ríkisskattstjóra, leidretting.is.  

Útgreiðsla séreignar vegna fasteignakaupa

Heimild er til að nýta inneign í séreign skattfrjálst við kaup á íbúðarhúsnæði fyrir greidd iðgjöld vegna launa á tímabili 1. júlí 2014, framlengt til 30. júní 2023. 

Á ég rétt á þessu úrræði?

 • Þú mátt ekki hafa átt íbúðarhúsnæði á ofangreindu tímabili.
 • Þú þarft að hafa gert samning við vörsluaðila séreignarsparnaðar.
 • Þú þarft að eiga inneign í séreign sem greidd var í séreignarsjóð á ofangreindu tímabili.
 • Þú sækir um þegar kaupsamningur liggur fyrir.

Tímabil og hámörk

 • Úrræðið tekur til launatímabilsins frá 1.júlí 2014 og hefur verið framlengt til 30. júní 2023.
 • Einstaklingur getur ráðstafað að hámarki 500.000 kr. á ári. Þar af er hámark af eigin framlagi 333.000 kr. og hámark af framlagi launagreiðanda 167.000 kr.
 • Hjón/sambúðarfólk getur ráðstafað að hámarki 750.000 kr. á ári. Þar af er hámark af eigin framlagi 500.000 kr. og hámark af framlagi launagreiðanda 250.000kr.

Sótt er um úrræðið á vef ríkisskattstjóra, leidretting.is

 

Stuðningur við kaup á fyrstu íbúð

Heimild er til að fá séreignarsparnað greiddan út skattfrjálst vegna fyrstu íbúðarkaupa, ráðstafa séreignarsparnaði inn á fasteignalán og eða ráðstafa séreignarsparnaði til afborgunar á óverðtryggðu láni. Hægt er nýta úrræðið í samfellt 10 ár frá upphafstíma þess. 

Þeim sem eru að kaupa/byggja sér íbúðarhúsnæði í fyrsta skipti er heimilt annars vegar að nýta uppsafnaðan séreignarsparnað frá júlí 2014 til útborgunar á fyrstu íbúðarkaupum og hinsvegar að nýta greidd iðgjöld mánaðarlega inn á lán. 

Á ég rétt á þessu úrræði?

 • Þú mátt ekki hafa átt íbúðarhúsnæði áður.
 • Þú þarft að hafa gert samning við vörsluaðila séreignarsparnaðar.
 • Þú sækir um þegar undirritaður kaupsamningur liggur fyrir.


Tímabil og hámörk

 • Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð tóku gildi 1. júlí 2017. Heimilt er þó að nýta séreignarsparnað sem hefur safnast frá 1. júlí 2014 en þá hefst samfellt 10 ára tímabil frá þeim tíma.
 • Einstaklingur getur nýtt að hámarki 500.000 kr. á ári í samfellt 10 ár. Þar af er hámark af eigin framlagi 333.000 kr. og hámark af framlagi launagreiðanda 167.000 kr.
 • Á 10 ára samfelldu tímabili er því hámarks heimild 5.000.000 kr.

Sótt er um úrræðið á vef RSK