Ávöxtunarleiðir

Sjóðurinn býður upp á tvær fjárfestingarleiðir í séreignarsparnaði. Þær eru verðbréfaleið og innlánsleið.

Verðbréfaleið

Verðbréfaleiðin er ávöxtuð samhliða sameignardeildinni.  Ávöxtun verðbréfaleiðar er því sú sama og sjá má hér að ofan.

Eignasamsetning þessarar leiðar er dreifð samkvæmt fjárfestingarstefnu sjóðsins hverju sinni.

Á fjárfestingarhluta vefsins er hægt að fá greinargóðar upplýsingar um ávöxtun og eignasamsetningu á verðbréfaleiðinni.

Innlánsleið

Í innlánsleið er lögð áhersla á að ávaxta séreignariðgjöldin á verðtryggðum innlánsreikningum banka og sparisjóð. Hrein nafnávöxtun árið 2016 var 3,8% sem samsvarar 1,6% raunávöxtun.

Innlánsleið er helst ætluð þeim sem hafa hafið úttekt lífeyrissparnaðar eða gera ráð fyrir því að hefja úttekt hans innan fárra ára.

Innlánsleið  2016  2015 2014  2013  2012
 Hrein nafnávöxtun*  3,8%  3,4%  2,6% 5,2%  6,2%
 Hrein raunávöxtun*  1,6%  1,4%  1,6%  1,5% 1,6%

*Ávöxtun er reiknuð skv. reglum FME (ekki daglegt gengi eigna).

Vilt þú skipta um fjárfestingarleið?