Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Skipting réttinda milli maka

Hjón og sambúðarfólk geta gert samning um að skipta á milli sín áunnum réttindum sem og réttindum sem ávinnast í framtíðinni. Einnig er hægt að gera samning um skiptingu greiðslna eftir að taka lífeyris er hafin.

Leiðir sem hægt er að fara

  • Skipting fortíðarréttinda eða áunninna réttinda
  • Skipting framtíðarréttinda
  • Skipting lífeyrisgreiðslna

Skipting áunninna réttinda

Gera þarf samning um skiptingu áunninna réttinda fyrir 65 ára aldur og ekki er hægt að skipta réttindum eftir að lífeyristaka hefst. 

Skipting áunninna réttinda er byggð á aldri og kyni og getur því komið samanlagt út í mínus eða plús. Ástæðan er mismunandi ævilíkur eftir aldri og kyni. Því er mikilvægt að gefa sér tíma og kanna stöðu sína vel. Reiknivél neðar á síðu gefur góðar vísbendingar.

Ævilangur lífeyrir greiðist síðan út frá réttindum eftir skiptingu. 

Einfölduð dæmi um skiptingu réttinda

Ef konan er yngri og með hærri réttindi enda þau samanlagt í mínus.

Kyn Aldur Réttindi fyrir skiptingu Réttindi eftir skiptingu
Kona 60 ára 400.000 kr. 301.542 kr.
Karl 62 ára 200.000 kr. 296.964 kr.
    Mismunur  -1.494 kr.

Ef karlinn er yngri og með hærri réttindi enda þau samanlagt í mínus.

Kyn Aldur Réttindi fyrir skiptingu Réttindi eftir skiptingu
Karl 60 ára 400.000 kr. 313.094 kr.
Kona 62 ára 200.000 kr. 276.844 kr.
    Mismunur  -10.062 kr.

Dæmi miðast við að bæði eigi afmæli 1. maí og samningur sé gerður 30. maí 2023. Miðað er við réttindi við 67 ára aldur. 

Örorku-  og makalífeyrir er greiddur út frá réttindum fyrir skiptingu réttinda og helst því óbreyttur.

Til að skipting geti farið fram þarf að skila inn:

  • umsókn
  • læknisvottorði fyrir báða aðila því sjúkdómar mega ekki draga úr lífslíkum
  • hjúskaparsöguvottorði sem sýnir tímabil sambúðar og/eða hjúskaps, því eingöngu er hægt að skipta réttindum sem verða til á því tímabili

Skipting framtíðarréttinda

Skipting framtíðarréttinda varða réttindi sem ávinnast eftir að skrifað er undir samning og þar til hjúskap eða sambúð lýkur. Til að skipting geti farið fram þarf að skila umsókn. Skipting framtíðarréttinda er jöfn.

Skipting lífeyrisgreiðslna

Hægt er að skipta greiðslum á ævilöngum lífeyri milli maka, óháð réttindum. Þetta getur til dæmis hentað þar sem annar makinn býr á hjúkrunarheimili. Mikilvægt er að kanna áhrif slíkrar skiptingar á greiðslur frá TR.

Skipting greiðslna gengur til baka við andlát.

Umsókn og ferlið

Eingöngu er sótt um í einum sjóði, sem annar hvor makinn hefur greitt í. Sá sjóður sér um að senda gögn í alla sjóði sem bæði hafa greitt í. Sjóðirnir hafa mánuð til að fara yfir skiptinguna. Ef engin athugasemd er gerð er skiptingin framkvæmd og upplýsingar um skiptingu sendar á báða aðila. 

Reiknivélin og forsendur

Reiknivélin reiknar skiptingu réttinda miðað við þínar forsendur. Setja þarf inn fæðingardag, fjárhæð lífeyrisréttinda (á sambúðar-/ hjúskapartíma) og hlutfall lífeyrisréttinda sem á að skipta. Kannaðu hver verðmæti réttinda hvort um sig eru með því að hafa samband við þann sjóð sem greitt var í á tímabilinu. 

  • Skipting miðast við tímabil sambúðar/hjúskaps samkvæmt staðfestingu frá Þjóðskrá
  • Fjárhæð miðast við 67 ára lífeyrisaldur.

Einstaklingur A

Kyn *
Error

kr.

Error

Einstaklingur B

Kyn *
Error

kr.

Error

Reikna hlutföll

Hlutfall réttindanna sem á að skipta
Error

Lífeyrir A eftir skiptingu

0 kr.

Réttindi A til B

0 kr.

Réttindi B frá A

0 kr.

Lífeyrir B eftir skiptingu

0 kr.

Réttindi B til A

0 kr.

Réttindi A frá B

0 kr.

Villa

Samtals lífeyrir fyrir skiptingu

0 kr.

Samtals lífeyrir eftir skiptingu

0 kr.

Mismunur

0 kr.

Fyrirvari: Reiknivélinni er ætlað að gefa sjóðfélögum mynd af hvernig skipting réttinda gæti litið út, en er ekki úrskurður um fjárhæð lífeyris eða skiptingu áunninna réttinda. Upplýsingar um lífeyrisréttindi er að finna á mitt.live.is undir réttindi. Þar eru réttindin sundurliðuð eftir árum. Sjóðfélagar eru hvattir til að leita sér nánari upplýsinga og ráðgjafar um skiptingu lífeyrisréttinda hjá ráðgjöfum okkar.

Skipting lífeyrisréttinda byggir á heimild í 3. mgr. 14. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 12. greinar samþykkta Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Athugið að einungis má skipta réttindum sem myndast meðan á hjónabandi eða sambúð stendur.

Spurt og svarað um skiptingu réttinda milli maka

Hvernig get ég kynnt mér áhrif skiptingar réttinda nánar?

Við hvetjum þig til að skoða reiknivélina okkar um áhrif skiptingar réttinda. Þar má skoða megináhrif af slíku samkomulagi en við hvetjum alla til að skoða málið með ráðgjafa okkar áður en ákvörðun er tekin. 

Til að sjá heildarmyndina þarf að skoða skiptingu í öllum sjóðum sem báðir aðilar eiga inneign í.

Hvaða reglur gilda um skiptingu réttinda hjóna/sambúðaraðila?

Öllum er heimilt að skipta lífeyrisréttindum sínum með maka sínum eða sambúðarmaka með samkomulagi. Skiptingin felur í sér gagnkvæma og jafna skiptingu, sem þýðir að hvor aðilinn fyrir sig skal veita hinum sama hlutfall lífeyrisréttinda sinna. Skiptingin er óafturkræf og felur í sér að hvor maki fyrir sig öðlast sjálfstæð réttindi og skerðast þá réttindi sjóðfélagans sem nemur aukningu maka.

Samkomulag um skiptingu réttinda þarf að vera gert áður en lífeyristaka hefst og áður en sá maki sem er eldri er orðinn 65 ára gamall. Þá er krafist læknisvottorðs um að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum sjóðfélaga og maka hans.

Athugaðu að eingöngu má skipta þeim réttindum sem myndast meðan á hjónabandi eða sambúð stendur.

Getur maki fengið hluta réttinda minna til ævilangs lífeyris?

Já, hjónum og sambúðarfólki er heimilt að gera samning um skiptingu áunninna réttinda og framtíðarréttinda.  Eins er hægt að gera samkomulag um skiptingu lífeyrisgreiðslna eftir að taka lífeyris er hafin.

Skiptingu réttinda þarf að skoða mjög vel svo báðir aðilar séu vel upplýstir um áhrifin. Við hvetjum alla sem vilja kanna hvort skipting réttinda henti þeim að koma í viðtal til ráðgjafa okkar. 

Hvaða lög gilda um skiptingu réttinda?

Skipting lífeyrisréttinda byggir á heimild í 3. mgr. 14. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 12. greinar samþykkta Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Fyrir hvaða tímabil má skipta réttindum?

Skipting miðast við tímabil sambúðar/hjúskaps samkvæmt staðfestingu frá Þjóðskrá. Einungis má skipta réttindum sem myndast meðan á hjónabandi eða sambúð stendur. 

Samning um skiptingu áunninna réttinda þarf að gera fyrir 65 ára aldur þess maka sem eldri er. Eftir skiptinguna, verða lífeyrisréttindi beggja aðila sjálfstæð og fær hvor aðili greiddan lífeyri til æviloka.

  • Áunnin réttindi 
  • Verður að gerast fyrir 65 ára aldur
  • Verður að gerast áður en lífeyristaka hefst

Hvað gerist við skilnað eða andlát?

Samkomulag um skiptingu áunnins ævilangs lífeyris (ellilífeyrisréttinda) hefur eftirfarandi í för með sér:

  • Við skilnað er tryggt að áunninn ævilangur lífeyrir komi til skipta.
  • Við andlát sjóðfélaga heldur eftirlifandi maki skiptum réttindum, auk þess sem maki fær greiddan makalífeyri út á áunnin og framreiknuð réttindi sjóðfélagans eins og ekki hefði komið til skiptingarinnar.
  • Áfallaverndin (örorkulífeyrir, makalífeyrir, barnalífeyrir) er ennþá til staðar hjá sjóðfélaga eftir skiptinguna. Verði sjóðfélagi öryrki eftir að lífeyrisréttindum til ævilangs lífeyris hefur verið skipt, fær hann því samt sem áður örorkulífeyri eins og ekki hefði komið til skiptingarinnar.
  • Sá sem fær réttindin til ævilangs lífeyris frá sjóðfélaga öðlast ekki rétt til örorku- eða barnalífeyris út á þau réttindi. 
Jóney Jóney

Jóney Hrönn Gylfadóttir

lífeyrissvið

Það getur verið mikilvægt jafnréttismál að jafna lífeyrisréttindi hjóna. Við mælum með því að allir leiti til ráðgjafa áður en sótt er um skiptingu réttinda til að fara yfir áhrifin á réttindi hvors og í heildina.

Verkefni Í Vinnslu

Sækja um skiptingu réttinda og/eða greiðslna

Hjón og sambúðarfólk geta gert samning um að skipta á milli sín áunnum réttindum sem og réttindum sem ávinnast framtíðinni. Einnig er hægt að gera samning um skiptingu greiðslna eftir að taka lífeyris er hafin.

Lífeyrismál