Viltu taka þátt í krefjandi starfi hjá einum öflugasta lífeyrissjóði landsins?

Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Sjóðurinn er með jafnlaunavottun og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.  

Sérfræðingur á lífeyrissviði 

Helstu verkefni lífeyrissviðs eru þjónusta og upplýsingagjöf við sjóðfélaga varðandi lífeyrisog séreignarmál og útreikningur lífeyris. Lífeyrissvið veitir um 22 þúsund sjóðfélögum fjölbreytta þjónustu varðandi eftirlaun, makalífeyri, örorkulífeyri og barnalífeyri.
Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Rík þjónustulund.
 • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
 • Geta til að vinna vel í hóp.
 • Vera töluglöggur.
 • Vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð.

Sækja um starf sérfræðings á lífeyrissviði

Sérfræðingur á fjármálasviði

Helstu verkefni fjármálasviðs eru umsjón með fjárhagsbókhaldi sjóðsins, skráning eignasafna,
skýrslugerð, eftirlit og afstemmingar ásamt öðrum verkefnum. Sérfræðingur á fjármálasviði
mun starfa við miðvinnslu og reikningshald sjóðsins og vinna að verkefnum við hagræðingu og
sjálfvirknivæðingu ferla innan fjármálasviðs auk þess að sjá um skýrslugjöf.
Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Haldgóð starfsreynsla af bakvinnslustörfum á fjármálamarkaði er kostur.
 • Reynsla af bókhaldsstörfum - þekking á Navision er kostur.
 • Skipulögð og vönduð vinnubrögð.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Geta til að vinna vel í hóp.
 • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
 • Góð tölvukunnátta, m.a. excel.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Sækja um starf sérfræðings á fjármálasviði


Umsóknarfrestur er til og með 13.júni næstkomandi. 

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. 

Umsjón með störfunum hafa Jensína K.Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is). 

Persónuverndarreglur umsækjenda um starf hjá sjóðnum má finna hér