Spennandi starf í boði
Við leitum að sérfræðingi á lífeyrissviði. Sótt er um starfið hjá Vinnvinn.is
Sérfræðingur á lífeyrissviði
Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að sérfræðingi til starfa á lífeyrissviði sem er eitt fjögurra kjarnasviða sjóðsins. Helstu verkefni sviðsins eru útreikningur lífeyris og ráðgjöf við sjóðfélaga auk þróunar á þjónustu og lífeyrisafurðum. Lífeyrissvið veitir um 22 þúsund sjóðfélögum fjölbreytta þjónustu varðandi eftirlaun, makalífeyri, örorkulífeyri og barnalífeyri. Greiðslur á lífeyri námu 26,3 milljörðum króna á síðasta ári og fer vaxandi. Á sviðinu starfa fyrir sex sérfræðingar í lífeyrismálum.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Tölugleggni og góð greiningarhæfni.
- Framúrskarandi Excelkunnátta.
- Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum.
- Rík þjónustulund.
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
- Geta til að vinna vel í hóp.
- Vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 27. mars nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is
Umsjón með störfunum hafa Jensína K. Böðvarsdóttir og Margrét Stefánsdóttir hjá Vinnvinn.
Persónuverndarreglur umsækjenda um starf hjá sjóðnum má finna hér
Um Lífeyrissjóð verzlunarmanna
LV er leiðandi lífeyrissjóður sem styður við fjárhagslega framtíð sjóðfélaga. Starfsemin felst í margvíslegum verkefnum varðandi móttöku iðgjalda, ávöxtun og annarri umsýslu eignasafna og þjónustu við sjóðfélaga. á liðnu ári greiddi sjóðurinn rúma 26 milljarða í lífeyri til ríflega 22 þúsund sjóðfélaga.
Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.Eignir LV námu 1.173 milljörðum króna í árslok 2022 og 10 ára árleg raunávöxtun sameignardeildar var 5,3%. Sjóðurinn vinnur samkvæmt metnaðarfullri fjárfestingarstefnu og stefnu um ábyrgar fjárfestingar.
Hjá sjóðnum starfar 58 manna samhent liðsheild þar sem hver og einn nær að nýta hæfileika sína og þekkingu til að sinna krefjandi verkefnum.
Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þverfaglegt samstarf, góð samskipti, frumkvæði og hæfni til að laga sig að síbreytilegu umhverfi.
LV býður upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. LV hefur hlotið jafnlaunavottun.