Veitir þú góða þjónustu?

Við leitum að öflugum aðila með jákvætt viðmót og ríka þjónustulund til að ganga til liðs við góðan hóp starfsfólks Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.Starf í þjónustuveri LV

Þjónustuverið veitir úrvalsþjónustu og er til staðar fyrir um 22 þúsund lífeyrisþega, 9 þúsund iðgjaldagreiðendur og sjóðfélaga sem eru alls um 178 þúsund.

Starfsfólk þjónustuvers veitir allar almennar upplýsingar sem tengjast starfsemi sjóðsins. Þjónustuverið veitir m.a. upplýsingar um lífeyrisréttindi og séreign, iðgjöld, innheimtu- og lánamál ásamt því að veita innri þjónustu. Markmið starfsfólks þjónustuvers er að veita góða þjónustu og liðsinna sjóðfélögum sem hafa samband við sjóðinn í síma, með rafrænum hætti eða koma á skrifstofu sjóðsins.

Hæfniskröfur

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

  • Framúrskarandi þjónustulund

  • Góð samskiptahæfni, samkennd og tillitssemi

  • Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni

  • Góð tölvukunnátta

  • Góð enskukunnátta er kostur

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsóknarfrestur er til og með 27. september n.k. Sótt er um starfið á Alfreð eða með því að senda umsókn á netfangið thor.egilsson@live.is  

Persónuverndarreglur umsækjenda um starf hjá sjóðnum má finna hér