Lántakar bera ekki skaða af rangri vísitölu

20. okt. 2016

Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem tóku ný verðtryggð lán hjá sjóðnum á tímabilinu frá 1. maí til loka október þurfa ekki að bera fjárhagslegan skaða af mistökum Hagstofu Íslands við útreikning neysluvísitölu.

Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem tóku ný verðtryggð lán hjá sjóðnum á tímabilinu frá 1. maí til loka október þurfa ekki að bera fjárhagslegan skaða af mistökum Hagstofu Íslands við útreikning neysluvísitölu.

Áhrif reikniskekkju Hagstofunnar eru þau að vísitala neysluverðs var útgefin lægri en hún átti í raun að vera. Því fengu lántakar sem um ræðir greidda út of lága fjárhæð miðað við ef vísitalan hefði verið rétt reiknuð.

Þetta tryggir að umræddir lántakar beri ekki skaða af mistökum Hagstofunnar, þó ekki hvíli lagaskylda á um að gera þessa leiðréttingu.

Til baka