Yfirlit send sjóðfélögum

26. sep. 2017

Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga. Um leið býðst sjóðfélögum að afþakka að fá yfirlitið framvegis á pappír.

Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu janúar 2017 til og með ágúst 2017. Um leið býðst sjóðfélögum að afþakka að fá yfirlitið framvegis á pappír.

Gættu lífeyrisréttinda þinna

Iðgjaldið myndar lífeyrisréttindi þín. Þess vegna skiptir öllu máli fyrir sjóðfélaga að fylgjast með hvort þau skili sér. Yfirlitið sýnir á einfaldan og fljótlegan hátt hvort iðgjöldin hafi skilað sér. Rétt er þó að benda á að eðlilegt getur verið að iðgjöld fyrir júlí og ágúst séu ekki greidd.

Ef iðgjöldin þín skila sér ekki til sjóðsins vegna vanskila innheimtir sjóðurinn þau þér að kostnaðarlausu. Þú þarft bara að láta okkur vita. Þess vegna er mikilvægt að fylgjast með að iðgjaldið skili sér.

Rafrænt yfirlit á sjóðfélagavefnum

Nú býðst þér að afþakka þetta yfirlit á pappír og fá það framvegis rafrænt. Þú getur afþakkað pappírsyfirlitið á sjóðfélagavefnum og séð þar rafrænt yfirlit á sjóðfélagavefnum.

Í yfirlitinu, hvort sem það er rafrænt eða á pappír, koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og um réttindi hans til lífeyris frá sjóðnum. Einnig koma fram upplýsingar um séreignarsparnað hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.