Viðtal við forstöðumann eignastýringar í Nordic Fund Selection Journal

13. apr. 2021

Nýverið var Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í forsíðuviðtali við fagtímaritið Nordic Fund Selection Journal, sem dreift er til norrænna fagfjárfesta (lífeyrissjóða, tryggingafélaga og fjármálafyrirtækja).   

Í viðtalinu er komið víða við og greinir Arne m.a. frá þeim breytingum sem eiga sér stað um þessar mundir bæði í hinu ytra umhverfi fjárfestinga og ekki síður í starfsemi LV og aukinni áherslu sjóðsins á ábyrgar fjárfestingar þar sem horft er til UFS þátta, þ.e. umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhætti.

Í viðtalinu er einnig rætt um lagalegt hámark á vægi erlendra eigna og áhuga sjóðsins á innlendum innviðafjárfestingum. Hægt er að lesa viðtalið í heild hér.