Velkomin Harpa og Sölvi
Sölvi Sölvason lögmaður og Harpa Rut Sigurjónsdóttir hafa verið ráðin til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Harpa Rut Sigurjónsdóttir hefur verið ráðinn sérfræðingur á eignastýringarsviði sjóðsins. Hún hefur frá árinu 2012 starfað hjá Arion banka, bæði á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði og sem sjóðstjóri og sérfræðingur hjá Stefni. Harpa er með B.A. próf í hagfræði og MSc. í fjármálahagfræði auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaréttindum.
„Harpa er feykiöflugur liðsstyrkur fyrir eignastýringu LIVE og kemur með þekkingu og reynslu sem nýtist vel í fjárfestingarumhverfi sem er að taka töluverðum breytingum. Reynsla hennar af grænni fjármögnun er einnig mikilvæg og styður við vegferð sjóðsins í ábyrgum fjárfestingum“ segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar.
Sölvi Sölvason lögmaður hefur verið ráðinn á lögfræðisvið Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Sölvi hefur áralanga reynslu af störfum í bankakerfinu meðal annars hjá Íslandsbanka, Kaupþingi og Arion banka. Frá árinu 2019 hefur hann starfað hjá BBA//Fjeldco lögmannsstofu. Sölvi hefur lögmannsréttindi og hefur lokið prófi í verðbréfaréttindum.
„Það er mikið gleðiefni fyrir okkur að fá Sölva til starfa fyrir sjóðfélaga. Víðtæk þekking hans á fjármálalöggjöf, lánamálum og samningagerð er mikill fengur,- “ segir Tómas N. Möller yfirlögfræðingur lögfræðisviðs.
Verið velkomin til starfa.