Vaxtabreytingar á verðtryggðum sjóðfélagalánum LV

24. maí 2019

Fastir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána lækka frá og með föstudeginum 24. maí 2019 úr 3,60% í 3,40%. Breytingin á við ný lán sem veitt eru frá og með þessum degi.

Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána, sem eru nú 2,06% verða 2,26% frá og með fimmtudeginum 1. ágúst 2019.

Undanfarin ár hafa breytilegir vextir verðtryggðra lána tekið sjálfkrafa breytingum í samræmi við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi undanfarin misseri og er hann því ekki eins virkt viðmið fyrir vexti og áður.

Stjórn sjóðsins samþykkti því breytingar á lánareglum þannig að í stað viðmiðs við nefndan skuldabréfaflokk verða breytilegir verðtryggðir vextir sjóðfélagalána ákvarðaðir af stjórn.

Nánari upplýsingar um áhrif vaxtabreytinganna má sjá á lánareiknivél sjóðsins.