Vaxtabreytingar á sjóðfélagalánum

16. des. 2022

Stjórn sjóðsins ákvað á fundi þann 15. desember 2022 eftirtaldar vaxtabreytingar á sjóðfélagalánum.

Verðtryggðir vextir, fastir út lánstímann, verða 3,45% frá og með föstudeginum 16. desember 2022.

Verðtryggðir vextir fastir til 5 ára verða 3,10% frá og með föstudeginum 16. desember 2022.

Verðtryggðir breytilegir vextir verða 2,63% og taka gildi miðvikudaginn 1. febrúar 2023 (þetta er lokaður lánaflokkur og ekki veitt ný lán úr honum lengur).

Óverðtryggðir fastir vextir til þriggja ára verða 7,70% frá og með föstudeginum 16. desember 2022.

Óverðtryggðir breytilegir vextir verða 6,91% og taka gildi 1. febrúar 2023.