Vaxtabreytingar á sjóðfélagalánum

13. des. 2021

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið breytta vexti á sjóðfélagalánum. Breytingar á vöxtum, sem taka gildi mánudaginn 13. desember 2021, eru þessar:

  • Verðtryggðir fastir vextir lækka úr 3,00% og verða 2,80%.
  • Verðtryggðir fastir vextir í 5 ár lækka úr 2,01% og verða 1,80%.
  • Óverðtryggðir fastir vextir í 3 ár hækka úr 4,57% og verða 4,80%.

Breyting sem tekur gildi hinn 1. febrúar 2022:

  • Óverðtryggðir breytilegir vextir hækka úr 3,85% og verða  4,13%.