Stjórnarseta í félögum

13. jan. 2020

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur, sem hluthafi í félögum sem hann á eignarhlut í, rétt á að styðja einstaklinga til stjórnarsetu. 

LV leggur áherslu á að stjórnir þeirra félaga sem sjóðurinn fjárfestir í séu sem
best skipaðar til að stuðla að góðum rekstri til lengri tíma litið eins og nánar er vikið að í hluthafastefnu
sjóðsins.

Þau sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til setu í stjórnum félaga, sem LV á eignarhlut í, geta tilkynnt um það með umsókn. Einkum er litið til setu í stjórnum skráðra félaga.

Umsókn telst vera tímabundin og gildir í 18 mánuði frá innsendingu. Umsækjandi getur endurnýjað
umsókn sína að þeim tíma liðnum.

Upplýsingar og fyrirspurnir
Nánari upplýsingar er að finna í skýringartexta við umsóknarformið á vef sjóðsins. Fyrirspurnir um meðferð umsóknarinnar skal senda á netfangið lv@intellecta.is.