Stefán Sveinbjörnsson nýr formaður stjórnar

28. ágú. 2019

Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, hefur tekið við formennsku í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna af Ólafi Reimari Gunnarssyni. Varaformaður er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.

Stjórn sjóðsins kom saman til fundar þann 27. ágúst og skipti með sér verkum. Tóku þá sæti í stjórninni fjórir nýir fulltrúar VR og einn nýr fulltrúi tilnefndur af Kaupmannasamtökum Íslands, en fulltrúi samtakanna, Benedikt K. Kristjánsson, féll frá á liðnu sumri.

Stjórn sjóðsins er þannig skipuð:

Bjarni Þór Sigurðsson, tilnefndur af VR

Guðrún Johnsen, tilnefnd af VR

Helga Ingólfsdóttir, tilnefnd af VR

Stefán Sveinbjörnsson formaður, tilnefndur af VR

Árni Stefánsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins að fengnu áliti Viðskiptaráðs Íslands

Guðný Rósa Þorvarðardóttir, tilnefnd af Félagi atvinnurekenda

Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins að fengnu áliti Samtaka atvinnulífsins

Margrét Sif Hafsteinsdóttir, tilnefnd af Kaupmannasamtökum Íslands