Sjóðurinn óskar eftir að ráða starfskraft í lífeyrisdeild

29. maí 2017

Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða starfskraft í lífeyrisdeild sjóðsins. Helstu verkefni eru þjónusta við sjóðfélaga varðandi upplýsingagjöf og ráðgjöf um lífeyrismál, öflun og skráning gagna sem og úrskurður lífeyris. Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ráðgjöf um lífeyrismál til sjóðfélaga
  • Úrskurður lífeyris
  • Öflun og skráning gagna
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun  eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
  • Rík þjónustulund

Um lífeyrissjóðinn

Lífeyrissjóðurinn var stofnaður þann 1. febrúar 1956 á grundvelli kjarasamninga. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri. Sjóðurinn er stærsti lífeyrissjóður á almennum vinnumarkaði. Eignir hans nema um 600 milljörðum króna. Um 50 þúsund sjóðfélagar greiddu iðgjöld til sjóðsins á liðnu ári og lífeyrisþegar eru rúmlega 15 þúsund.  Á skrifstofu sjóðsins starfa 40 starfsmenn.

Aðrar upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Bylgja Björk Pálsdóttir (bylgja@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2017. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir  sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.