Sjóðurinn óskar eftir að ráða sérfræðing í eignastýringu

6. maí 2015

Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða sérfræðing í eignastýringu. Leitað er að talnaglöggum og ábyrgum einstaklingi með reynslu af verðbréfamarkaði.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða sérfræðing í eignastýringu. Leitað er að talnaglöggum og ábyrgum einstaklingi með reynslu af verðbréfamarkaði.

Helstu verkefni

 • Greining markaða og fjárfestingakosta með áherslu á innlendan hlutabréfamarkað
 • Vöktun verðbréfamarkaða og framkvæmd verðbréfaviðskipta
 • Samskipti við aðila á fjármálamarkaði
 • Sækja hina ýmsu upplýsinga- og kynningafundi tengda starfinu
 • Skýrslugerð og almenn upplýsingagjöf til stjórnenda sjóðsins

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilega menntun, meistarapróf er kostur
 • Haldgóð starfsreynsla á fjármálamarkaði
 • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Greiningarhæfni og hæfni til að setja fram niðurstöður með skipulögðum hætti
 • Gott vald á íslensku og ensku

Um lífeyrissjóðinn

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) var stofnaður þann 1. febrúar 1956. LV er stærsti lífeyrissjóðurinn á almennum vinnumarkaði. Eignir sjóðsins nema rúmum 500 milljörðum króna. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri. Á skrifstofu sjóðsins starfa 35 starfsmenn.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér á vef sjóðsins.

Aðrar upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ari Eyberg (ari@intellecta.is). Umsóknarfrestur er til og með 8. maí nk. Umsókn óskast fyllt út á intellecta.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf og þarf umsækjandi að geta sýnt fram á að persónuleg fjármál og önnur fjárhagsleg umsýsla sé flekklaus.