Sjóðurinn óskar eftir að ráða forstöðumann eignastýringar

6. apr. 2018

Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða öflugan einstakling til að veita eignastýringu sjóðsins forstöðu í samræmi við áherslur stjórnar, framkvæmdastjóra, fjárfestingastefnu og áhættustefnu. Leitað er að ábyrgum einstaklingi með reynslu af verðbréfamarkaði.

Forstöðumaður ber m.a. ábyrgð á undirbúningi fjárfestingaákvarðana gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn og situr stjórnarfundi. Eignasöfn sjóðsins fyrir samtryggingu og séreignasparnað samanstanda af margþættum söfnum verðbréfa. Innlendum eignum er að mestu stýrt innanhúss en erlendar eignir eru í stýringu erlendra fjármálafyrirtækja í virku samstarfi við eignastýringu sjóðsins.

Helstu verkefni

 • Veita eignastýringu sjóðsins forstöðu og stuðla að öflugri uppbyggingu 
 • Virkt samstarf við framkvæmdastjóra, aðra viðkomandi stjórnendur og starfsmenn
 • Undirbúningur fjárfestingaákvarðana
 • Greining markaða og fjárfestingakosta
 • Samskipti við aðila á fjármálamarkaði
 • Skýrslugerð og almenn upplýsingagjöf til hagaðila
 • Koma fram fyrir hönd sjóðsins í tengslum við hagsmunagæslu eignasafna

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun  sem nýtist í starfi svo sem viðskipta-, hag- eða verkfræði – framhaldsmenntun æskileg
 • Umtalsverð starfsreynsla á sviði eignastýringar
 • Þekking á framkvæmd viðskipta með innlend og erlend verðbréf
 • Þekking á innlendum og erlendum fagfjárfestasjóðum
 • Reynsla af stjórnun og stefnumótun
 • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum

Um lífeyrissjóðinn

Lífeyrissjóðurinn hefur þjónað sjóðfélögum sínum í yfir 60 ár. Starfsmenn vinna í þágu sjóðfélaga við uppbyggingu lífeyrisréttinda, ávöxtun iðgjalda og þjónustu við lífeyrisþega. Eignir eru nú um 650 milljarðar og fara örtvaxandi. Um 50 þúsund sjóðfélagar greiða iðgjöld til sjóðsins og yfir 15 þúsund njóta nú mánaðarlegra lífeyrisgreiðslna. Markmið sjóðsins er að vera áhugaverður vinnustaður, gæta að jafnvægi milli vinnu og einkalífs og bjóða gott starfsumhverfi fyrir samhentan hóp til að vinna að krefjandi verkefnum.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2018. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf og þarf umsækjandi að geta sýnt fram á að persónuleg fjármál og önnur fjárhagsleg umsýsla sé flekklaus.