Sérfræðingur í áhættustýringu

11. maí 2018

Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða öflugan einstakling til að styðja við rekstur og áframhaldandi uppbyggingu áhættustýringar sjóðsins í samræmi við áherslur stjórnar, framkvæmdastjóra, áhættustefnu og fjárfestingarstefnu. Leitað er að ábyrgum
einstaklingi með reynslu af fjármálamarkaði. Næsti yfirmaður sérfræðings er áhættustjóri.

Helstu verkefni

 • Áhættustýring rekur áhættustefnu og áhættustýringarstefnu LV í samræmi við stefnumörkun  sjóðsins, gildandi lög og reglur 
 • Stuðningur við rekstur og áframhaldandi uppbyggingu áhættustýringar sjóðsins
 • Mat á áhættuþáttum tengdum fjárfestingum og rekstri sjóðsins
 • Gerð skýrslna og annarra gagna fyrir stjórn, stjórnendur og eftirlitsaðila
 • Virkt samstarf við framkvæmdastjóra, eignastýringu, lögfræðing og aðra starfsmenn sjóðsins

Kröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem fjármála-, verk- eða tölfræði. Framhaldsmenntun er kostur
 • Reynsla af fjármálamarkaði, áhættustýringu og/eða greiningarvinnu sem nýtist í starfi
 • Reynsla af notkun SQL fyrirspurnarmáls og/eða reynsla af annarri forritunarvinnu 
 • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
 • Hæfni í að greina tölulegar upplýsingar og setja þær fram með skipulögðum hætti
 • Hæfni í mannlegum samskiptum

Um lífeyrissjóðinn

Lífeyrissjóðurinn hefur þjónað sjóðfélögum sínum í yfir 60 ár. Starfsmenn vinna í þágu sjóðfélaga við uppbyggingu lífeyrisréttinda, ávöxtun iðgjalda og þjónustu við lífeyrisþega. Eignir eru nú um 650 milljarðar og fara örtvaxandi. Um 50 þúsund sjóðfélagar greiða iðgjöld til sjóðsins og yfir 15 þúsund njóta nú mánaðarlegra lífeyrisgreiðslna. Markmið sjóðsins er að vera áhugaverður vinnustaður, gæta að jafnvægi milli vinnu og einkalífs og bjóða gott starfsumhverfi fyrir samhentan hóp til að vinna að krefjandi verkefnum.

Nánari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2018. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf og þarf umsækjandi að geta sýnt fram á að persónuleg fjármál og önnur fjárhagsleg umsýsla sé flekklaus.