Samþykktabreytingar staðfestar
Unnið er að innleiðingu sem tekur gildi um áramótin.
Fjármálaráðuneytið hefur staðfest samþykktabreytingar LV sem fyrirhugað var að kæmu til framkvæmda í september. Unnið er að innleiðingu sem tekur gildi um áramótin.
Fjármálaráðuneytið hefur staðfest samþykktabreytingar LV sem fyrirhugað var að kæmu til framkvæmda í september. Unnið er að innleiðingu sem tekur gildi um áramótin.
Helstu breytingar um áramótin verða:
Hærri greiðslur – aukin réttindi:
- Hækkun lífeyrisgreiðslna um 7,18%*
- Lenging makalífeyris
- Tíðari endurútreikningur og þar með betri réttindi þeirra sem eru á eftirlaunum samhliða vinnu
Aukinn sveigjanleiki sem tekur mið af þörfum sjóðfélaga
- Hægt að hefja eftirlaunatöku frá 60 ára aldri – var áður 65 ára
- Styttri tími til að endurávinna sér framreikning vegna áfallaverndar
- Viðmið fyrir eingreiðslu ævilangs lífeyris hækka
Þá verður aðlögun réttinda vegna breyttra lífslíka sem taka nú mið af framtíðarspám í stað sögulegra talna um lífslíkur.
Hægt er að kynna sér breytingarnar nánar hér.
*Sama á við um örorkulífeyrisþega ef viðmiðunartekjur leyfa, sbr. gr. 13.11 og 13.12.
Nánari upplýsingar um framkvæmd samþykktabreytinganna verða birta hér á vef sjóðsins innan tíðar. Að auki hvetjum við sjóðfélaga til að fylgja sjóðnum á Facebook og skrá netfang sitt á póstlista sjóðsins.