Persónuverndarreglur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

25. maí 2018

Ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR) gengur í gildi í dag, 25. maí 2018. Hún  mun  einnig gilda á  Íslandi eftir að ný persónuverndarlög hafa verið sett af Alþingi og þá um leið fyrir Lífeyrissjóð verzlunarmanna.

Af því tilefni hefur undanfarna mánuði verið unnið að setningu og innleiðingu á reglugerðinni hjá sjóðnum og verður unnið eftir henni ásamt íslenskum persónuverndarlögum  í öllu starfi sjóðsins.

Persónuverndarreglur sjóðsins eru nú birtar  á vefnum og eru aðgengilegar hér .