Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Ársuppgjör 2016: Eignir 602 milljarðar, ávöxtun 0,9% - 18. feb. 2017

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur vaxið að stærð og styrk undanfarin ár og áratugi og nema eignir nú 602 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins í heild nam 0,9% sem jafngildir -1,2% raunávöxtun. Ávöxtun eignaflokka var með nokkuð ólíkum hætti.

Lesa meira

Mjög góð ávöxtun af hlutabréfum Icelandair - 2. feb. 2017

Hlutabréf Icelandair Group féllu í verði í gær, 1. febrúar 2017, í kjölfar afkomuviðvörunar frá félaginu. Síðan hafa birst í fjölmiðlum vangaveltur um að Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem stærsti eigandi hlutafjár í félaginu, hafi orðið fyrir tjóni vegna verðfallsins.

Lesa meira

Sjóðfélagalán í 60 ár - 12. jan. 2017

60 ár eru liðin, nú í janúar 2017, frá því Lífeyrissjóður verzlunarmanna auglýsti fyrstu lánveitingarnar til sjóðfélaga. Þá hafði sjóðurinn starfað rétt tæplega eitt ár, en hann var stofnaður þann 1. febrúar 1956. Auglýsing um fyrstu lánin var birt í Morgunblaðinu þann 29. janúar.

Lesa meira

Jólakveðja frá starfsfólki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna - 24. des. 2016

Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.

Lesa meira

Framsækinn sjóður í 60 ár - 16. des. 2016

Viðtal við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, birtist í sérblaði Fréttablaðsins 16. desember. Við birtum viðtalið með góðfúslegu leyfi Fréttablaðsins.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er stærsti lífeyrissjóður landsins. Um síðustu áramót var hrein eign hans til greiðslu lífeyris um 584 milljarðar króna og hafði þá aukist um tæp 15% frá árinu áður. Sjóðurinn er án ábyrgðar launagreiðenda, þ.e. eignir sjóðsins eru trygging fyrir lífeyrisloforðum en ekki eins og sjóðir opinberra starfsmanna þar sem hið opinbera ábyrgist lífeyrisgreiðslurnar. Þetta setur miklar kröfur á hendur stjórna og stjórnenda sjóðsins um að skila góðri ávöxtun til að tryggja sjóðfélögum sem bestan lífeyri.

Lesa meira

Lántökugjald verður föst krónutala - 18. nóv. 2016

Lántökugjald við töku sjóðfélagalána hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna breytist í dag og verður hér eftir föst tala, 55.000 krónur, í stað hlutfalls af lánsfjárhæð.

Lesa meira

Endurgreiðsla vegna mistaka Hagstofunnar - 31. okt. 2016

Hækkun á höfuðstól verðtryggðra sjóðfélagalána sem tekin voru á tímabilinu 1. maí til loka október og leiðir af mistökum Hagstofu Íslands við útreikning á neysluvísitölu verður reiknuð á næstu vikum.

Lesa meira

Kvennafrí í dag 24. október - 24. okt. 2016

Skrifstofa Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður fremur fáliðuð í dag, kvennafrídaginn 24. október frá klukkan 14:38. Í tilefni dagsins gefur sjóðurinn konum sem hjá honum starfa tækifæri til að fara og taka þátt í viðburðum dagsins. Sjóðfélagar geta orðið þessa var­ir með hæg­ari þjón­ustu en alla jafna. Við biðjum þá vin­sam­leg­ast að sýna þeim sem eft­ir sitja þol­in­mæði og biðlund – þeir gera sitt besta.

Lesa meira

Lántakar bera ekki skaða af rangri vísitölu - 20. okt. 2016

Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem tóku ný verðtryggð lán hjá sjóðnum á tímabilinu frá 1. maí til loka október þurfa ekki að bera fjárhagslegan skaða af mistökum Hagstofu Íslands við útreikning neysluvísitölu. Lesa meira

Staða lífeyrissjóða hefur batnað mikið - 5. okt. 2016

Með betra efnahagsumhverfi og hagvexti hefur hagur almennra lífeyrissjóða batnað verulega. Enn vantar mikið upp á skuldbindingar hins opinbera.

Lesa meira

Yfirlit send sjóðfélögum - 4. okt. 2016

Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu janúar 2016 til og með ágúst 2016.

Lesa meira

Lífeyrisgreiðslur komnar yfir milljarð á mánuði - 31. ágú. 2016

Heildarfjárhæð lífeyrisgreiðslna til sjóðfélaga úr Lífeyrissjóði verzlunarmanna varð rúmlega milljarður króna í júlímánuði síðastliðnum.

Lesa meira

Mótframlag hækkar í 8,5% - 7. júl. 2016

Mótframlag sem launagreiðandi innir af hendi í lífeyrissjóð hækkar úr 8% í 8,5% frá og með júlí launum 2016 samkvæmt kjarasamningi ASÍ og fl. við Samtök atvinnulífsins frá 21. janúar sl.

Lesa meira

Tryggingafræðileg staða hefur hækkað um 11 prósentustig á fimm árum - 16. jún. 2016

Tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna batnaði á árinu 2015, fimmta árið í röð. Heildareignir eru nú 8,7% umfram heildarskuldbindingar samanborið við 5,1% árið 2014. Bætt tryggingafræðileg staða er einkum tilkomin vegna góðrar ávöxtunar eigna sjóðsins en lág verðbólga hefur einnig áhrif.

Lesa meira

Lífeyrisréttindi hafa hækkað um 8,9% umfram hækkun verðlags - 15. jún. 2016

Öðru hverju hefur því verið haldið fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafi „skert“ lífeyrisréttindi um 10%. Þá er einungis horft til einnar breytingar á réttindunum, þeirrar sem síðast var gerð. Breytingarnar hafa hins vegar verið fleiri, samtals fimm, og heildaráhrif þeirra 8,9% hækkun réttindanna, ekki lækkun.

Lesa meira

Um starfskjör framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna - 13. jún. 2016

Starfskjör framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa verið tekin til umræðu í nokkrum fjölmiðlum undanfarið. Af því tilefni telur lífeyrissjóðurinn rétt að eftirfarandi komi fram: 

Lesa meira

Mótframlag hækkar í 8,5% - 10. jún. 2016

Mótframlag sem launagreiðandi innir af hendi í lífeyrissjóð hækkar úr 8% í 8,5% frá og með júlí launum 2016 samkvæmt kjarasamningi ASÍ og fl. við Samtök atvinnulífsins frá 21. janúar sl.

Lesa meira

Lífaldur hækkar, er vinnumarkaðurinn búinn undir það? - 26. maí 2016

Vefflugan, vefrit Landssamtaka lífeyrissjóða 6. tbl., er komin út. Þar er fjallað um helstu mál sem varða lífeyrissjóðina og sjóðfélaga þeirra og eru efst á baugi hjá forystusveitum lífeyrissjóðakerfisins og vinnumarkaðarins um þessar mundir. Hæst ber þar að fólk nær sífellt hærri aldri. Því fylgja miklar áskoranir. Hvernig verður tekist á við þær?

Lesa meira
Síða 2 af 5