Ný og ítarlegri hluthafastefna

20. feb. 2015

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur samþykkt nýja hluthafastefnu sjóðsins. Í henni eru kynntar áherslur stjórnarinnar varðandi viðmið um stjórnarhætti í þeim félögum sem sjóðurinn á eignahlut í. Það er markmið stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að stefnan styðji við góða stjórnarhætti félaga og þróun þeirra með langtímamarkmið í huga.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur samþykkt nýja hluthafastefnu sjóðsins. Í henni eru kynntar áherslur stjórnarinnar varðandi viðmið um stjórnarhætti í þeim félögum sem sjóðurinn á eignarhlut í. Þessa dagana er stefnan send stjórnendum þeirra félaga, sem sjóðurinn hefur fjárfest í, einnig þeim sem sjóðurinn hefur stutt til setu í stjórnum fyrirtækja.

Það er markmið stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að stefnan styðji við góða stjórnarhætti félaga og þróun þeirra með langtímamarkmið í huga.

Stefnan kemur í stað áður gildandi hluthafastefnu sjóðsins. Í henni eru kynnt þau viðmið sem sjóðurinn leggur áherslu á við meðferð eignarhalds í hlutafélögum sem eru skráð á hlutabréfamarkaði og sjóðurinn fer með eignarhlut í. Stefna þessi gildir einnig eftir því sem við á fyrir óskráð félög sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Eðli málsins samkvæmt er stefnunni fyrst og fremst beint til félaga sem skráð eru á Íslandi. Þó gilda grundvallarviðmið hennar einnig fyrir félög sem sjóðurinn er hluthafi í og sem skráð eru erlendis.

Stefnan felur í sér stefnumarkandi atriði sem lögð er áhersla á en um leið er tekið fram að ekki er um ófrávíkjanlegar reglur að ræða og fer mat á áherslum og eftirfylgni eftir atvikum hverju sinni.

Við framkvæmd stefnunnar og eftirfylgni varðandi einstök atriði er m.a. litið til fjárhæðar og hlutfalls eignahlutar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í viðkomandi félagi, stærðar félagsins og möguleika sjóðsins á að hafa áhrif á þau atriði sem um ræðir.

Sjá má hluthafastefnuna í heild hér.