Aukin heimild til úttektar á séreignarsparnaði

28. des. 2010

Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2010 var heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar aukin úr 2.500.000 kr. í 5.000.000 kr. Úttektartímabilið er allt að 12 mánuðir. Sækja þarf um úttekt samkvæmt heimild þessari fyrir 1. apríl 2011.

Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2010 var heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar aukin úr 2.500.000 kr. í 5.000.000 kr. Úttektartímabilið er allt að 12 mánuðir. Sækja þarf um úttekt samkvæmt heimild þessari fyrir 1. apríl 2011.

Nánari upplýsingar um sérstaka heimild til úttektar séreignarsparnaðar:

 • Heimilt er að greiða út til sjóðfélaga allt að 5.000.000 kr. á 12 mánuðum eða 416.667 kr. á mánuði fyrir skatt. Útgreiðslutíminn styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 5.000.000 kr. er að ræða.
 • Inneignin sem hægt er að taka út miðast við stöðuna 1. janúar 2011, þó aldrei hærri upphæð en 5.000.000 kr.
 • Sérstök heimild til úttektar séreignarsparnaðar nær ekki til greiðslna sem berast í sjóðinn eftir 1. janúar 2011.
 • Greiðslur sem greiddar hafa verið samkvæmt eldri heimildum dragast frá heildarfjárhæð sem heimilt er að greiða út.
 • Þeir sem þegar hafa sótt um útgreiðslu séreignarsparnaðar samkvæmt eldri heimild og vilja gera breytingar í samræmi við nýja heimild þurfa að sækja um breytt greiðslufyrirkomulag með nýrri umsókn.
 • Eingöngu er hægt að taka út hjá einum vörsluaðila í einu.
 • Greiddur er tekjuskattur af fjárhæðinni. Nánar um tekjuskatt
 • Það er á ábyrgð sjóðfélaga að upplýsa sjóðinn í hvaða skattþrepi skattgreiðsla á að vera.
 • Útgreiðslur séreignarsparnaðar skulu hefjast eigi síðar en einum mánuði eftir að fullnægjandi umsókn berst vörsluaðila og greiðast mánaðarlega.
 • Vörsluaðilar, svo sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna, þurfa samþykki ríkisskattstjóra áður en útgreiðsla getur hafist.
 • Heimild til úttektar gildir til 1. apríl 2011 þ.e. síðasti dagur til þess að sækja um útgreiðslu er 31. mars 2011.
 • Síðasti útgreiðslumánuður skv. heimildinni er mars 2012.
 • Sjóðfélagi getur afturkallað beiðni um útborgun á útgreiðslutímabilinu.

Greiðslutilhögun:

 • Greitt er úr séreignardeild síðasta virka dag hvers mánaðar.
 • Skila þarf inn skriflegri umsókn um útgreiðslu.
 • Umsókn þarf að berast fyrir 20. dag útgreiðslumánaðar.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna innheimtir ekki gjald vegna útgreiðslu úr séreignardeild þrátt fyrir heimild í reglugerð.

Upplýsingar um eldri heimild.

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar er hægt að fá í þjónustuveri sjóðsins í síma 580 4000 eða með því að senda tölvupóst á póstfangið: skrifstofa@live.is.