Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna

6. des. 2010

Eins og kynnt hefur verið í fjölmiðlum var viljayfirlýsing um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna undirrituð 2. desember s.l. Að yfirlýsingunni standa auk stjórnvalda, fjármálastofnanir, Landssamtök lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóður.

Eins og kynnt hefur verið í fjölmiðlum var viljayfirlýsing um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna undirrituð 2. desember s.l. Að yfirlýsingunni standa auk stjórnvalda, fjármálastofnanir, Landssamtök lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóður.

Yfirlýsingin er í átta liðum og lýtur m.a. að aðgerðum í þágu yfirveðsettra heimila, útvíkkun á samkomulagi um sértæka skuldaaðlögun, samstarfi kröfuhafa til að einfalda og flýta fyrir skuldauppgjöri og átak til að ná til heimila í vanskilum. Þá hafa stjórnvöld boðað aðgerðir vegna vaxtabóta.

Næstu daga verður unnið að nánari útfærslu á efni samkomulagsins. Að því loknu verður það lagt fyrir stjórn lífeyrissjóðsins til formlegrar afgreiðslu . Í kjölfarið veða einstök úrræði kynnt nánar, m.a. hér á vef sjóðsins.

Nánari upplýsingar

Næstu skref

Þegar stjórn sjóðsins hefur fjallað um samkomulagið og útfærslu þess munu starfsmenn þjónustuvers, lánadeildar og innheimtudeildar veita sjóðfélögum nánari upplýsingar í ljósi aðstæðna og þarfa hvers og eins.