Um samspil samtryggingar og séreignar

2. des. 2010

Við starfslok skiptir máli að geta gengið að ævilöngum lífeyri hjá lífeyrissjóðnum sínum. Á síðasta ári greiddi Lífeyrissjóður verzlunarmanna sjóðfélögum 3,8 milljarða í ellilífeyri samanborið við 3,0 milljarða árið áður. Því til viðbótar nutu margir greiðslna úr séreignarsparnaði frá lífeyrissjóðnum eða öðrum vörsluaðilum lífeyrissparnaðar sem getur oft verið drjúg viðbót við aðrar ráðstöfunartekjur.

Við starfslok skiptir máli að geta gengið að ævilöngum lífeyri hjá lífeyrissjóðnum sínum. Á síðasta ári greiddi Lífeyrissjóður verzlunarmanna sjóðfélögum 3,8 milljarða í ellilífeyri samanborið við 3,0 milljarða árið áður. Því til viðbótar nutu margir greiðslna úr séreignarsparnaði frá lífeyrissjóðnum eða öðrum vörsluaðilum lífeyrissparnaðar sem getur oft verið drjúg viðbót við aðrar ráðstöfunartekjur. Almenn þekking og skilningur á því hvernig þú ávinnur þér rétt hjá lífeyrissjóðnum skiptir máli svo þú getir sem best hagað málum í samræmi við þarfir þínar og vilja. Hér fylgir fróðleikur um helstu stoðir lífeyriskerfisins og samspil réttinda í samtryggingu og lífeyrissparnaðar í séreign.

Nánar

Íslenska lífeyrissjóðakerfið byggir á þremur stoðum.  Grunnurinn er tekjutengdur lífeyrir frá Tryggingastofnun. Til viðbótar því kemur lífeyrir frá lífeyrissjóðum sem byggir á inngreiddum iðgjöldum sjóðfélaga. Því til viðbótar byggja svo margir upp sparnað í séreignarlífeyrissparnaði. Séreignarsparnaðurinn byggir á valfrjálsum greiðslum sem bæði njóta skattafrestunar líkt og almenn iðgjöld til lífeyrissjóða og veita almennt rétt til 2%  mótframlags launagreiðanda. 

Það skiptir máli að átta sig á samspili lífeyrisréttinda í samtryggingardeildum lífeyrissjóða og séreignarsparnaðar. Með því að byggja upp séreignarsparnað samhliða réttindum í samtryggingu hjá lífeyrissjóðum eykur þú möguleika á sveigjanlegum starfslokum og dregur úr þeirri tekjulækkun sem margir verða fyrir við starfslok. Þá veitir séreignarsparnaður einnig vernd yfir starfsævina við fjárhagsleg áföll eins og fráfall og örorku, eftir nánari reglum sem um sparnaðinn gilda.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins. Hafir þú frekari spurningar er þér velkomið að hafa samband við sjóðinn í síma 580 4000.

Meðfylgjandi mynd sýnir dæmi um samspil þessara tveggja þátta

Mynd-med-grein-2122010