Innheimta iðgjalda samkvæmt beiðni Ríkisskattstjóra

27. okt. 2010

Nú hafa verið sendar út kröfur í netbanka þeirra aðila sem taldir eru eiga eftir að standa skil á lífeyrisiðgjöldum fyrir árið 2009 að einhverju eða öllu leyti.

Nú hafa verið sendar út kröfur í netbanka þeirra aðila sem taldir eru eiga eftir að standa skil á lífeyrisiðgjöldum fyrir árið 2009 að einhverju eða öllu leyti.  LV hefur hafið innheimtu þessara vangreiddu iðgjalda samkvæmt beiðni Ríkisskattstjóra.

Grundvöllur innheimtunnar byggist á samkeyrslu gagna frá lífeyrissjóðum og skattyfirvöldum.  Skoðað er hvort iðgjaldagreiðslur hjá lífeyrissjóðum stemmi við framtalin laun viðkomandi einstaklings samkvæmt skattframtali ársins.  Samkeyrslan er framkvæmd hjá Ríkisskattstjóra, en hann hefur það eftirlitshlutverk að sjá til að allir launþegar tryggi sér traust lífeyrisréttindi í samræmi við heildarlaunatekjur sínar.

Yfirtaka mála frá öðrum sjóðum

Hægt er að óska þess að annar lífeyrissjóður en sá sem sendir út viðkomandi  kröfu taki málið yfir.  Lokafrestur til að óska slíkrar yfirtöku hjá LV er til 21. janúar 2011.  Athygli skal þó vakin á að gjalddagi krafna er 15. nóvember 2010 og eindagi  30. nóvember 2010.

Innheimtuferli

LV hefur nú sent launagreiðendum í  vanskilum innheimtubréf og samhliða því hefur verið mynduð ofangreind greiðslukrafa í banka til að auðvelda launagreiðendum iðgjaldaskilin.  Ef krafan er þegar greidd er beðist velvirðingar á innheimtubréfinu.  Innheimtuferli þessara krafna er þannig:

  • Innheimtubréf – Innheimtubréf þetta er það sem nú hefur verið sent út.
  • Ítrekun - Ef krafan innheimtist ekki er sent ítrekunarbréf eftir að yfirtökufresti lýkur.
  • Lögfræðingur - Að lokum eru mál send til lögmannsstofu sem hefur verulegan viðbótarkostnað í för með sér fyrir launagreiðanda.

Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar gefur starfsfólk innheimtudeildar í síma 580 4000.