Nýtt upplýsingaefni

21. okt. 2010

LV hefur nú gefið út fimm bæklinga röð með upplýsingum fyrir sjóðfélaga.  Áhersla er lögð á að efnið höfði til ólíkra hópa sjóðfélaga og skiptingin fer eftir því hvers konar upplýsingar eiga við hverju sinni.

LV hefur nú gefið út fimm bæklinga röð með upplýsingum fyrir sjóðfélaga.  Bæklingarnir eru hugsaðir fyrir sjóðfélaga eftir því hvaða áherslur þeir hafa:

  • Lífeyrisréttindi (fyrir hinn almenna sjóðfélaga)
  • Lífeyrisþegar (sjóðfélagar sem nálgast töku lífeyris)
  • Séreignarsparnaður (sjóðfélagar/launþegar  sem huga að lífeyrissparnaði umfram almenna samtryggingu)
  • Nýir sjóðfélagar (almennar upplýsingar fyrir þá sem eru að greiða iðgjöld í fyrsta skipti til sjóðsins)
  • Sjóðfélagalán (upplýsingar fyrir sjóðfélaga sem hafa hug á lántöku)

Bæklingarnir eru í þægilegu A5 broti og er hægt að nálgast þá á skrifstofu sjóðsins eða hér á vefnum til útprentunar.