Sjóðfélagayfirlit sent út

6. okt. 2010

Sjóðfélagayfirlitið er komið út.  Á tímabilinu frá 24. - 30. september síðastliðinn ættu allir greiðandi sjóðfélagar að hafa fengið sjóðfélagayfirlit sent heim.

Sjóðfélagayfirlitið er komið út.  Á tímabilinu frá 24. - 30. september síðastliðinn ættu allir greiðandi sjóðfélagar að hafa fengið sjóðfélagayfirlit sent heim.

Við hvetjum sjóðfélaga til að bera saman iðgjaldagreiðslur á sjóðfélagayfirliti við greidd iðgjöld skv. launaseðlum.  Ef iðgjöld vantar inn á yfirlitið getur sjóðfélagi leitað til starfsfólks innheimtudeildar sjóðsins við lausn málsins.

Athugið að ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina júlí og ágúst 2010 vanti á yfirlitið vegna þess greiðslufrests sem fyrirtækin hafa fyrir greiðslur iðgjalda.