Bréf til lífeyrisþega vegna lífeyrislækkunar

10. jún. 2010

Sent hefur verið út bréf til lífeyrisþega sjóðsins um áætluð áhrif lækkunar lífeyris á hvern og einn.

Lífeyrir lækkar um 10% frá og með júlí n.k. og mun fyrsta greiðsla með lækkun eiga sér stað 30. júlí.  Bréf hefur verið póstsent til allra lífeyrisþega með upplýsingum um áætluð áhrif lækkunarinnar.

Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér málið frekar og hvaða áhrif þessi lækkun getur haft á greiðslur frá Tryggingastofnun, geta farið inn á síðu hér á vefnum þar sem settar eru fram ítarlegri upplýsingar um lækkun lífeyrisgreiðslna.