LV tók þátt í útboði SÍ á íbúðabréfum

31. maí 2010

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur fest kaup á hluta af þeim íbúðabréfum sem Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs bauð til kaups í lokuðu útboði síðustu daga maí mánaðar.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur fest kaup á hluta af þeim íbúðabréfum sem Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs bauð til kaups í lokuðu útboði síðustu daga maí mánaðar.  Um er að ræða verðtryggð skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs gegn endurgjaldi í evrum. Það er mat sjóðsins að kjör bréfanna séu honum hagstæð en bréfin verða seld á 7,2% fastri ávöxtunarkröfu, sem eru mun betri kjör en fást á almennum markaði. Fjárfestingin fellur einnig vel að fjárfestingarstefnu sjóðsins og bætir jafnvægi milli eigna og skuldbindinga hans.

Að mati Seðlabanka Íslands eru viðskiptin mikilvægur áfangi í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta.  Með vísan til þess, sem og þess hve fjárfestingin fellur vel að fjárfestingarstefnu sjóðsins, telur sjóðurinn þetta hagstæð kaup.  Réttlætanlegt þykir því að innleysa hluta af erlendum eignum sjóðsins til að greiða fyrir viðskiptin.

Nánari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu Seðlabanka Íslands frá 31. maí 2010.

Hér má sjá frétt hjá Landssamtökum lífeyrissjóða frá 31. maí 2010