Nýr vefur LV

8. jún. 2010

Þriðjudaginn 8. júní 2010 var opnaður nýr vefur sjóðsins.  Þetta er hluti af stefnumótunarvinnu sjóðsins, en þar er lögð áhersla á bætt aðgengi upplýsinga.

Þriðjudaginn 8. júní 2010 var opnaður nýr vefur sjóðsins.  Þetta er hluti af stefnumótunarvinnu sjóðsins, en þar er lögð áhersla á bætt aðgengi upplýsinga og aukið gagnsæi.

Betra aðgengi að upplýsingum

Markmið með nýjum vef sjóðsins er að veita greinargóðar og aðgengilegar upplýsingar fyrir sjóðfélaga. Með endurskipulagningu vefsins og endurskoðun allra upplýsinga á honum viljum við veita sjóðfélögum greiðari aðgang að upplýsingum sem þá varðar á vef sjóðsins.

Aukið gagnsæi

Nú er að finna á vefnum mikið magn upplýsinga um starfsemi sjóðsins á sviði fjárfestinga og starfsreglur sem snúa að innra starfi sjóðsins.  Sem dæmi um þetta er Fjárfestingahluti vefsins.  Auk almennra upplýsinga um fjárfestingarstefnu sjóðsins, eignasamsetningu og ávöxtun er þar að finna siða- og samskiptareglur sjóðsins og þau lög og reglugerðir sem unnið er eftir hjá sjóðnum.

Nýjar reiknivélar

Hannaðar hafa verið nýjar reiknivélar fyrir útreikning á greiðslubyrði lána og mögulegum lífeyrisgreiðslum.  Þessar nýju reiknivélar eiga að gefa betri sýn á útkomuna með myndrænni framsetningu.

Aukin þjónusta

Nýi vefurinn býður upp á að sótt sé um notandanafn og lykilorð fyrir sjóðfélaga- og fyrirtækjavefinn á vefnum sjálfum.  Þessar upplýsingar birtast jafn óðum í netbanka viðkomandi.

Auk þessa er nú hægt að sækja um ævilangan lífeyri og makalífeyri með því að fylla út form á vefnum og senda beint til sjóðsins.  Einnig er hægt að sækja um útgreiðslu séreignarsparnaðar á sama hátt.