Fjármögnun byggingar öryggisíbúða fyrir hjúkrunarheimilið Eir

17. maí 2010

Lífeyrissjóður verzlunarmanna tekur þátt í lokaáfanga við byggingu öryggisíbúða hjúkrunarheimilisins Eirar við Fróðengi í Grafarvogi.  

Lífeyrissjóður verzlunarmanna ásamt tveimur öðrum lífeyrissjóðum, með milligöngu verðbréfafyrirtækisins Virðingar hf., fjármögnuðu lokaáfanga við byggingu öryggisíbúða hjúkrunarheimilisins Eirar við Fróðengi í Grafarvogi.  Um er að ræða lánsfjármögnun allt að ellefu hundruð milljónum króna.