Upplýsingar til lífeyrisþega vegna fyrirhugaðrar lækkunar lífeyrisgreiðslna

15. apr. 2010

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að leggja til við aðildarsamtök sjóðsins að lækka greiðslur til lífeyrisþega um 10% frá og með 1. júlí 2010. Lífeyrisþegum er bent á að bréf mun berast þeim á næstunni þar sem farið verður nánar yfir áhrif þessarar lækkunar.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að leggja til við aðildarsamtök sjóðsins að lækka greiðslur til lífeyrisþega um 10% frá og með 1. júlí 2010 og að áunnin lífeyrisréttindi sjóðfélaga verði lækkuð um 10% frá 1. janúar 2010. Þessi ráðstöfun er bein afleiðing yfirstandandi fjármálakreppu sem því miður hefur komið niður á ávöxtun eigna sjóðsins. Lífeyrisþegum er bent á að bréf mun berast þeim á næstunni þar sem farið verður nánar yfir áhrif þessarar lækkunar. Jafnframt mun starfsfólk lífeyrissjóðsins aðstoða lífeyrisþega við upplýsingagjöf til Tryggingastofnunar vegna breyttra forsendna við gerð tekjuáætlunar. Nánari upplýsingar eru í fréttatilkynningu sjóðsins hér á vefnum.