Bættar upplýsingar fyrir iðgjaldsgreiðendur

4. mar. 2010

Gerðar hafa verið breytingar á upplýsingum sem snúa að iðgjaldsgreiðendum á vef sjóðsins. Upplýsingarnar voru bættar til muna með það að markmiði að upplýsa iðgjaldsgreiðendur um þá möguleika sem til staðar eru við skil á iðgjöldum.

Gerðar hafa verið breytingar á upplýsingum sem snúa að iðgjaldsgreiðendum á vef sjóðsins. Upplýsingarnar voru bættar til muna með það að markmiði að upplýsa iðgjaldsgreiðendur um þá möguleika sem til staðar eru við skil á iðgjöldum.

Til að auka þægindi og skilvirkni við vefskil sjóðsins á Fyrirtækjavef hans, hafa jafnframt verið settar inn nýjar og betri leiðbeiningar um notkun hans.

Iðgjaldsgreiðendur eru hvattir til að kynna sér framangreinda möguleika.  Þjónustuver sjóðsins er reiðubúið til aðstoðar ef þörf krefur.  Hægt er að hafa samband með því að senda póst á skrifstofa@live.is eða hringja í síma 580 4000.  Opnunartími þjónustuvers er alla virka daga frá kl. 8:30 – 16:30.