Greiðsluyfirlit lífeyris fyrir árið 2009 póstsent

27. jan. 2010

Lífeyrissjóðurinn hefur póstsent greiðsluyfirlit vegna ársins 2009 til lífeyrisþega og þeirra sem hafa fengið greiðslur á árinu úr séreignardeild sjóðsins. Greiðslur vegna ársins 2009 verða eins og áður forskráðar af skattyfirvöldum á tekjusíðu skattframtals.

Lífeyrissjóðurinn hefur póstsent greiðsluyfirlit vegna ársins 2009 til lífeyrisþega og þeirra sem hafa fengið greiðslur á árinu úr séreignardeild sjóðsins. Greiðslur vegna ársins 2009 verða eins og áður forskráðar af skattyfirvöldum á tekjusíðu skattframtals.

Þrepaskipt skattkerfi

Vegna upptöku stighækkandi tekjuskatts fyrir árið 2010 er nauðsynlegt að upplýsa sjóðinn um tekjur á árinu 2010 frá öðrum aðilum en lífeyrissjóðnum, svo greiðslur frá sjóðnum skattleggist í réttu skattþrepi. Ekki þarf að hafa samband við lífeyrissjóðinn ef greiðslur frá öðrum að viðbættum greiðslum frá lífeyrissjóðnum eru lægri en 200.000 kr. á mánuði.

Sjá nánar um stighækkandi tekjuskatt á vef Ríkisskattstjóra