Staða forstjóra LV auglýst

17. maí 2009

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að auglýsa stöðu framkvæmdastjóra sjóðsins fljótlega en Þorgeir Eyjólfsson lét á föstudag af störfum framkvæmdastjóra að eigin ósk.

Í tilkynningu frá Gunnari Páli Pálssyni, stjórnarformanni sjóðsins segir, að samkvæmt skipuriti hafi Guðmundur Þ. Þórhallsson verið staðgengill framkvæmdastjóra og muni hann sinna þeim störfum tímabundið þar til að ráðið hefur verið í stöðuna.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að auglýsa stöðu framkvæmdastjóra sjóðsins fljótlega en Þorgeir Eyjólfsson lét á föstudag af störfum framkvæmdastjóra að eigin ósk.

Í tilkynningu frá Gunnari Páli Pálssyni, stjórnarformanni sjóðsins segir, að samkvæmt skipuriti hafi Guðmundur Þ. Þórhallsson verið staðgengill framkvæmdastjóra og muni hann sinna þeim störfum tímabundið þar til að ráðið hefur verið í stöðuna.