Yfirlýsing í tilefni umfjöllunar Stöðvar 2 í fréttum 28. desember 2008

29. des. 2008

Viðmælandi Stöðvar 2 í fréttatíma 28. desember 2008 kaus að blanda fjölskyldum forystumanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á miður smekklegan hátt inn í málflutning sinn gegn stjórnendum og starfsemi lífeyrissjóðsins.

Því er alfarið vísað á bug að fjölskyldutengsl hafi haft áhrif á fjárfestingar sjóðsins í Kaupþingi en eiginkona mín hóf störf í Búnaðarbanka Íslands árið 1997, þ.e.a.s. þegar bankinn var enn í eigu ríkisins og eiginkona Gunnars Páls var ráðin til almennra starfa í Kaupþingi áður en hann tók sæti í stjórn bankans. Að starf sonar míns sem sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hafi áhrif á ákvarðanatökur starfsmanna á eignarstýringarsviði lífeyrissjóðsins varðandi einstakar fjárfestingar er fullkomlega fráleitt.

Þar sem verið er að gera eignarhlut Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í Kaupþingi tortryggilegan vegna fyrrgreindra tengsla ber að árétta að hann var svipaður og annarra stórra lífeyrissjóða. Þannig átti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 3,56% í Kaupþingi í apríl 2008 en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 3,61% og Gildi lífeyrissjóður 3,22% á sama tíma.

Viðmælandi Stöðvar 2 í fréttatíma 28. desember 2008 kaus að blanda fjölskyldum forystumanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á miður smekklegan hátt inn í málflutning sinn gegn stjórnendum og starfsemi lífeyrissjóðsins.

Því er alfarið vísað á bug að fjölskyldutengsl hafi haft áhrif á fjárfestingar sjóðsins í Kaupþingi en eiginkona mín hóf störf í Búnaðarbanka Íslands árið 1997, þ.e.a.s. þegar bankinn var enn í eigu ríkisins og eiginkona Gunnars Páls var ráðin til almennra starfa í Kaupþingi áður en hann tók sæti í stjórn bankans. Að starf sonar míns sem sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hafi áhrif á ákvarðanatökur starfsmanna á eignarstýringarsviði lífeyrissjóðsins varðandi einstakar fjárfestingar er fullkomlega fráleitt.

Þar sem verið er að gera eignarhlut Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í Kaupþingi tortryggilegan vegna fyrrgreindra tengsla ber að árétta að hann var svipaður og annarra stórra lífeyrissjóða. Þannig átti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 3,56% í Kaupþingi í apríl 2008 en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 3,61% og Gildi lífeyrissjóður 3,22% á sama tíma.

Tjón sjóðfélaga LV sem og annarra lífeyrissjóða var tilfinnanlegt við hrun bankanna. Engu að síður er rétt að halda til haga að hlutabréfasafn LV sýndi 19,5% árlega raunávöxtun yfir 28 ára tímabil til ársloka 2007. Eftir fall bankanna var raunávöxtun hlutabréfaeignar lífeyrissjóðsins reiknuð og sýnir safnið nú 8,5% árlega raunávöxtun yfir tæplega 29 ára tímabil. Þannig liggur fyrir að þrátt fyrir að mikil verðmæti hafi glatast er hlutabréfaeign lífeyrissjóðsins sú eign hans sem bestri ávöxtun hefur skilað á síðustu áratugum. Eignastýringardeild sjóðsins hefur tekist einkar vel upp á síðustu 11 árum með því að ná 102% uppsafnaðri ávöxtun umfram Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á þessu tímabili.

Meðalraunávöxtun LV síðustu 5 árin var 10,6% í árslok 2007 og síðustu 10 árin var meðalraunávöxtunin 6,9%. Sjóðurinn hefur sýnt aðra hæstu ávöxtun meðal lífeyrissjóðanna síðustu árin. Þessi árangur hefur gert sjóðnum kleyft að hækka lífeyrisréttindi sjóðfélaga um 21,1% umfram verðlagsbreytingar frá árinu 1997.

Rekstrarkostnaður LV hefur ætíð verið með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða landsins og var til dæmis 0,05% í hlutfalli af eignum á árinu 2007.

Þorgeir Eyjólfsson forstjóri
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna