Áhrif fjármálakreppunnar á eignir LV

11. des. 2008

Vegna umræðu á netinu viljum við árétta upplýsingar sem birtar voru á heimasíðu lífeyrissjóðsins í byrjun nóvember um áhrif fjármálakreppunnar á séreignardeild sjóðsins en eignir séreignardeildarinnar eru ávaxtaðar með hliðstæðum hætti og aðrar eignir lífeyrissjóðsins. Í fréttinni kom fram að lækkun á eignum sjóðsins vegna fjármálakreppunnar næmi 14,4%. Vegna óhagstæðrar þróunar á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum nemur lækkun eigna sjóðsins frá áramótum 23,4% í lok október. Jafnframt er greint frá að 5 ára árleg ávöxtun sjóðsins hafi verið 15,8% við síðustu áramót sem er önnur hæsta meðalávöxtun lífeyrissjóðanna á því tímabili.

Vegna umræðu á netinu viljum við árétta upplýsingar sem birtar voru á heimasíðu lífeyrissjóðsins í byrjun nóvember um áhrif fjármálakreppunnar á séreignardeild sjóðsins en eignir séreignardeildarinnar eru ávaxtaðar með hliðstæðum hætti og aðrar eignir lífeyrissjóðsins. Í fréttinni kom fram að lækkun á eignum sjóðsins vegna fjármálakreppunnar næmi 14,4%. Vegna óhagstæðrar þróunar á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum nemur lækkun eigna sjóðsins frá áramótum 23,4% í lok október. Jafnframt er greint frá að 5 ára árleg ávöxtun sjóðsins hafi verið 15,8% við síðustu áramót sem er önnur hæsta meðalávöxtun lífeyrissjóðanna á því tímabili.


Þar sem fyrir liggur að yfirstandandi fjármálakreppa hefur leitt til verðfalls á verðbréfasafni lífeyrissjóðsins hefur verið gerð tryggingafræðileg úttekt á stöðu lífeyrissjóðsins miðað við næstu áramót á grundvelli áætlaðra stærða. Niðurstöðurnar sýna áætlaða neikvæða stöðu sjóðsins um 9,6% um næstu áramót. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða kveða á um að ef munur eignarliða og skuldbindinga fer umfram 10% verði að grípa til ráðstafana. Reynist niðurstaða ársins í samræmi við áætlun tryggingafræðingsins þarf ekki að koma til lækkunar lífeyris og réttinda um næstu áramót. Frá 1997 hafa lífeyrisréttindi verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar.