Leiðrétting við útreikninga um uppsöfnun og verðmæti iðgjalda

2. des. 2008

Á netinu hefur gengið tölvupóstur þar sem fjallað er með villandi hætti um uppsöfnun iðgjalda sjóðfélaga til lífeyrissjóða og verðmæti þeirra við 67 ára aldur. Af þessu tilefni vill lífeyrissjóðurinn koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:

Í útreikningum eru notaðir 8% raunvextir en ekki 3,5% raunvextir sem ákveðnir eru í reglugerð og tryggingastærðfræðingum er gert að nota við útreikninga sína.

Ekki er í útreikningunum tekið tillit til forsendna um dánarlíkur, örorkulíkur, hjúskaparlíkur og barneignalíkur. Þannig greiðir lífeyrissjóðurinn ævilangan ellilífeyrir auk þess sem hann veitir ríkulegan rétt til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris vegna orkutaps sjóðfélaga eða fráfalls.

Það er hlutverk tryggingastærðfræðinga að gera úttektir á fjárhag lífeyrissjóðanna og byggir vinna þeirra eins og áður segir á reglugerð. Starfsmenn eða stjórnarmenn lífeyrissjóða eiga þar enga hlutdeild.

Mismunur þess að reikna með mismunandi ávöxtun sýnir sig best í að 1 króna verður að 3 krónum á 33 ára tímabili sé reiknað með 3,5% raunvöxtum - en að 12 krónum á jafnlöngum tíma sé reiknað með 8% raunvöxtum.

Á netinu hefur gengið tölvupóstur þar sem fjallað er með villandi hætti um uppsöfnun iðgjalda sjóðfélaga til lífeyrissjóða og verðmæti þeirra við 67 ára aldur. Af þessu tilefni vill lífeyrissjóðurinn koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:

Í útreikningum eru notaðir 8% raunvextir en ekki 3,5% raunvextir sem ákveðnir eru í reglugerð og tryggingastærðfræðingum er gert að nota við útreikninga sína.

Ekki er í útreikningunum tekið tillit til forsendna um dánarlíkur, örorkulíkur, hjúskaparlíkur og barneignalíkur. Þannig greiðir lífeyrissjóðurinn ævilangan ellilífeyrir auk þess sem hann veitir ríkulegan rétt til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris vegna orkutaps sjóðfélaga eða fráfalls.

Það er hlutverk tryggingastærðfræðinga að gera úttektir á fjárhag lífeyrissjóðanna og byggir vinna þeirra eins og áður segir á reglugerð. Starfsmenn eða stjórnarmenn lífeyrissjóða eiga þar enga hlutdeild.

Mismunur þess að reikna með mismunandi ávöxtun sýnir sig best í að 1 króna verður að 3 krónum á 33 ára tímabili sé reiknað með 3,5% raunvöxtum - en að 12 krónum á jafnlöngum tíma sé reiknað með 8% raunvöxtum.