Iðgjöld séreignardeildar bera verðtryggða 7,6% vexti

5. nóv. 2008

Til að tryggja sem best hagsmuni sjóðfélaga séreignardeildar við núverandi aðstæður á fjármálamörkuðum verða þau iðgjöld sem berast séreignardeild sjóðsins frá og með 1. október sl. ávöxtuð á innlánsreikningi sem nýtur ríkisábyrgðar. Innlánsreikningurinn ber 7,6% vexti auk verðtryggingar og breytast þeir eftir almennu vaxtastigi í landinu.

Þegar aðstæður á fjármálamörkuðum skýrast verður sjóðfélögum gerð grein fyrir nánari útfærslu á fyrirkomulagi á ávöxtun séreignardeildar.

Til að tryggja sem best hagsmuni sjóðfélaga séreignardeildar við núverandi aðstæður á fjármálamörkuðum verða þau iðgjöld sem berast séreignardeild sjóðsins frá og með 1. október sl. ávöxtuð á innlánsreikningi sem nýtur ríkisábyrgðar. Innlánsreikningurinn ber 7,6% vexti auk verðtryggingar og breytast þeir eftir almennu vaxtastigi í landinu.

Þegar aðstæður á fjármálamörkuðum skýrast verður sjóðfélögum gerð grein fyrir nánari útfærslu á fyrirkomulagi á ávöxtun séreignardeildar.