Starfsemi á fyrri árshelmingi 2008

25. sep. 2008

"Fyrri árshelmingur 2008 einkenndist af verulegum lækkunum á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum. Þannig lækkaði innlent hlutabréfasafn lífeyrissjóðsins um 24,0% á tímabilinu en til samanburðar lækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 30,7%. Á sama tíma lækkuðu erlendir hlutabréfamarkaðir að meðaltali um 12,1%. Þessi þróun leiddi til 1,6% neikvæðrar ávöxtunar á eignum lífeyrissjóðsins á fyrri hluta ársins eða sem svarar 8,9% neikvæðri raunávöxtun á tímabilinu" segir Þorgeir Eyjólfsson forstjóri LV. "Ekki mun koma til lækkunar réttinda um áramót nema hlutabréfamarkaðir lækki verulega frá því sem var um mitt ár" sagði Þorgeir að lokum.

"Fyrri árshelmingur 2008 einkenndist af verulegum lækkunum á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum. Þannig lækkaði innlent hlutabréfasafn lífeyrissjóðsins um 24,0% á tímabilinu en til samanburðar lækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 30,7%. Á sama tíma lækkuðu erlendir hlutabréfamarkaðir að meðaltali um 12,1%. Þessi þróun leiddi til 1,6% neikvæðrar ávöxtunar á eignum lífeyrissjóðsins á fyrri hluta ársins eða sem svarar 8,9% neikvæðri raunávöxtun á tímabilinu" segir Þorgeir Eyjólfsson forstjóri LV. "Ekki mun koma til lækkunar réttinda um áramót nema hlutabréfamarkaðir lækki verulega frá því sem var um mitt ár" sagði Þorgeir að lokum.

Sjóðfélögum fjölgaði um 3,6% á fyrstu 6 mánuðum ársins miðað við sama tímabil á fyrra ári og greiddu að meðaltali rúmlega 33 þúsund sjóðfélagar iðgjald til sjóðsins.

Iðgjaldagreiðslur námu 8.065 milljónum á fyrstu 6 mánuðum ársins sem er hækkun um 15,1% miðað við sama tímabil á fyrra ári.

Lífeyrisgreiðslur námu 2.265 milljónum til 8.319 lífeyrisþega á fyrri árshelmingi og hefur lífeyrisþegum fjölgað um 5,1% og heildarfjárhæð lífeyris hækkað um 12,6% miðað við sama tímabil á fyrra ári. Útgreiddur lífeyrir skiptist með eftirfarandi hætti: Ellilífeyrir 62%, örorkulífeyrir 27%, makalífeyrir 9% og barnalífeyrir 2%.

Séreignardeildin: Iðgjöld námu 323 milljónum á fyrstu 6 mánuðum ársins sem er hækkun um 15,1% miðað við sama tímabil á fyrra ári. Útgreiðslur námu 59 milljónum á fyrri árshelmingi.

Lánveitingar til sjóðfélaga námu 2.573 milljónum á fyrstu 6 mánuðum ársins en 1.900 milljónum á sama tímabili 2007 sem er aukning um 35%.

Fjárfestingar námu 20,8 milljörðum á fyrri árshelmingi. Þar af námu fjárfestingar í skuldabréfum 8,8 milljörðum og í erlendum verðbréfum 2,2 milljörðum. Sala á innlendum hlutabréfum umfram kaup nam 3,9 milljörðum.

Innlenda hlutabréfasafnið lækkaði á fyrri helmingi ársins um 24,0%. Á sama tíma lækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 30,7%. Árleg raunávöxtun innlendu hlutabréfaeignarinnar er 16,2% yfir rúmlega 29 ára tímabil, þ.e. frá ársbyrjun 1980 til miðs árs 2008.

Nafnávöxtun á fyrri árshelmingi var neikvæð um 1,6% en þar veldur bæði mikil verðlækkun á innlendum hlutabréfamarkaði og lækkun á erlendum mörkuðum. Frá miðju ári hefur ávöxtunin lækkað lítillega í kjölfar áframhaldandi lækkana á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum.

Verðbréfasafn sjóðsins í lok júní s.l. skiptist í innlend skuldabréf 49,7%, innlend hlutabréf 14,3%, erlend verðbréf 33,5% og aðrar eignir 2,5%.