Starfsmenntasjóðsgjald – samþykki starfsmenntasjóðs þarf fyrir 0,10% gjaldi

24. jún. 2008

Í tengslum við bréf sem lífeyrissjóðurinn sendi launagreiðendum í júní varðandi kjarasamningsbundna hækkun á innheimtu starfsmenntasjóðsgjalds í 0,20%, er rétt að benda á að fyrirtæki sem telja sig eiga að greiða 0,10% gjald í starfsmenntasjóð, þurfa fyrst að sækja um lækkun á gjaldinu til stjórnar Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks á sérstökum eyðublöðum ásamt reglum sem nálgast má á heimasíðu hans www.starfsmennt.is .

Aðeins að fengnu samþykki Starfsmenntasjóðs mun lífeyrissjóðurinn innheimta 0,10% starfsmenntasjóðsgjald af viðkomandi fyrirtæki.